Jæja piltar þá er lokahófið að nálgast og vildi ég því láta ykkur vita hvernig hlutum er háttað á því.
Greiðsla fyrir matinn og drykkina verður að inna af hendi við komuna á svæðið og þar sem við erum ekki með posa þá verður að greiða með CASH, annars eru menn sendir í hraðbankann á Breiðumörkinni.
Ég vil líka ítreka það að menn eiga að vera snyrtilega klæddir. Það þýðir þó ekki að gallabuxur séu bannaðar heldur eiga menn AÐ VERA SNYRTILEGA KLÆDDIR, slíkt er hægt að gera á marga mismunandi vegu. Ástæða þess er auðvitað sú að þetta er lokahóf okkar þar sem við komum saman og fögnum glæsilegum árangri sumarsins og viljum við því einnig líta glæsilega út til samræmis við árangur liðsins.