ÉG var að fá þá stórgóðu hugmynd að við hittumst allir fyrir landsleik íslands og svíþjóðar og fáum okkur einn til tvo glóðvolga og röltum svo saman á völlinn og verðum með dólgslæti. Við mundum að sjálfsögðu hittast í Bulgariu og ekki mundi skemma fyrir ef menn væru vel bláir, með húfur, fána, trommur, þokulúðra, trefla eða sólgleraugu. Hverjir eru með?? það þarf þá að kaupa miða fyrir hópinn á sama stað í stúkunni. Þeir sem voru ekki að spila í sumar er nú líka velkomið að koma með.
Ég veit að fyrirsögnin tengist þessu máli ekki hundrað prósent....en vissi það að það mundu allir lesa póst með þessari fyrirsögn
Siggi vertu ekki svona vitlaus. við gætum aldrei lent með Magna eða Hetti í riðli. Einfaldlega vegna þess að það eru sér riðlar fyrir Austur og Norðurland. Þar afleiðandi hefur þetta engin áhrif á ferðalögin.
p.s. Siggi ekki gleyma stefnumóti þínu við hlaupabretti uppi í sundlaug alla daga milli 13:00 og 16:15 hlunkurinn þinn
p.s.s. Og Rabbi þar sem ég er ekki hommi ( gays) þá geri ég ráð fyrir að mér sé ekki boðið að koma með ykkur á landsleikinn