Jæja, ég er búinn að vera að vinna í tölfræði Hamars í frítímanum og þá kom mér skemmtilega á óvart að það eru einstaklingar sem eru komnir vel á veg að hafa spilað í öllum búningum liðsins. Knattspyrnumenn eru yfirleitt taldir hjátrúafullir en þessi þrír sem standa uppúr hvað þetta varðar eru það varla, nema hjátrúin sé að spila sem sjaldnast í sama búning.
Allavega það er komin keppni. Hver getur giskað á þessa þrjá einstaklinga, ÁN ÞESS að fara á Ksí enda nennir því örugglega engin. Verðlaunin fyrir alla þrjá rétta er kippa frá mér. Einstaklingarnir hafa spila í eftirfarandi treyjum:
Leikmaður 1: Ultimate búningahóra Hamars Hefur spilað í: 3-4-5-6-7-8-10-11-12-14-15-16 Alls: 12 af 16 Eftir: 1-2-9-13
Leikmaður 2: Runner up búningahóra Hamars Hefur spilað í: 6-8-9-10-11-12-13-14-15-16 Alls: 10 af 16 Eftir: 1-2-3-4-5-7
Leikmaður 3: Einnig Runner up búningahóra Hamars Hefur spilað í: 2-3-4-6-7-8-12-13-14-15 Alls: 10 af 16 Eftir: 1-5-9-10-11-16
Ég mun dæma sigurvegarann eftir eigin dómgreind á heiðarleika þess manns. Hvort ég met það að hann hafi farið á Ksí eða ekki kemur í ljós
Rabbi, þú verður að koma með endanlegt ef þú ætlar að eiga möguleika á kippu þó að það sé að sjálsögðu í lagi að vera með vangaveltur. Það verður samt að vera endanlegur listi í lokin. Mæli með að allir skjóti, það eru engu að tapa og kippu af eigin vali að vinna
Þessi orð yrðu/verða þér sennilega að falli ef þú værir/er sigurvegarinn því að með þeim væriru/ertu að viðurkenna að þú hafir vitneskju um úrslitin fyrirfram. Úrslitin verða tilkynnt strax eftir æfingu á fimmtudaginn.. eða öllu heldur á meðan á æfingu stendur á fimmtudaginn þannig að Rabbi verður vælandi í Marra alla æfinguna, Æji Marri er þetta ekki að verða búið mar!!!!
Leikmaður 1: Ultimate búningahóra Hamars = Hálofta-Hannes Bjartmar Jónsson Hefur spilað í: 3-4-5-6-7-8-10-11-12-14-15-16 Alls: 12 af 16 Eftir: 1-2-9-13
Leikmaður 2: Runner up búningahóra Hamars = Guðmundur "Hókí Pókí" Jónsson Hefur spilað í: 6-8-9-10-11-12-13-14-15-16 Alls: 10 af 16 Eftir: 1-2-3-4-5-7
Leikmaður 3: Einnig Runner up búningahóra Hamars = Karl Valur "Mr glass" Guðmundsson Hefur spilað í: 2-3-4-6-7-8-12-13-14-15 Alls: 10 af 16 Eftir: 1-5-9-10-11-16
Svika-Rafn
Rafn hefur hér með hlotið viðurnefnið Svika-Rafn af því að það er svo augljóst að hann fór inn á Ksí og hann því útilokaður úr keppninni og verður rukkaður um eina kippu. Vonandi telur hann, þessi óheiðarlegi d***ull, að ein kippa sé þess virði að fórna mannorði sínu fyrir.
Ásæðan fyrir þessum dómi er augljós: Fyrsti póstur Svikarafns fyrir Ksí-för:
"Ég hallast að Gumma, Heimi og Kalla".
Í pósti tvö kemur svo allt í einu hárrétt röð og það sem meira er er að Hannes allt í einu kominn inn í myndina hjá honum og fer beint í Ultamate hóruna! En í pósti eitt hafði hann ekki einu sinni minnst á hann í vangaveltum sínum:
"Sko ég held að Gummi Jóns sé einn af þessum. Hinir gætu verið Kalli og Heimir, Stebbi Orlandi, Einsi eða jafnvel Siggi Gísli. Ég hallast að Gumma, Heimi og Kalla".
Þetta er alveg borðliggjandi og það má bæta við þriðja pósti svikarafns:
"Æ Ásgeir nenniru ekki bara að gera úrslitin kunngjör núna...ég veit alveg að þetta er rétt hjá mér"
Þennan póst hefði þó hæglega mátt túlka sem grín og hefði ekki verið notaður gegn mönnum undir venjulegum kringumstæðum. En í ljósi þess að maðurinn er augljóslega sekur telst þetta gríðaleg bíræfni að segjast vita úrslitin, vitandi þau, og hæðast þannig af öðrum þátttakendum og stjórnendum keppninnar! Það varð til þess að dómurinn var þyngdur úr einum bjór á mann í tvo, eða alls sex.
Ég vill þakka öllum öðrum þátttakendum fyrir þátttökuna og heiðarlega framkomu. Þeir fá fyrir vikið allir tvo bjóra hver frá SvikaRa-fni, sem hann mun borga í sekt fyrir svikin, og tvo bjóra frá mér, þannig að allir heiðarlegir þátttakendur fá fjóra bjóra á mann.
Uss...það er nú meira hvað hann Ásgeir leggur á sig til að halda í þennan bjór sinn. En það er allt í lagi maður á hvort eð er ekki að drekka bjór þegar maður er að æfa fótbolta.
Í fyrsta póstinum mínum var ég með vangaveltur um ýmsa leikmenn sem gætu coverað sæti 2 og 3. Að minnast á Hannes í vangnaveltnapósti væri bara eyðsla á orðum því að það er svo augljóst að hann er ultimate hóran. En svo baðstu mig um að koma með endanlegan lista og þá kom ég með þá þrjá sem mér datt fyrst í hug.
Ég hugsaði bara rökrétt
Nr 1. Hannes hefur spilað í nánast öllum búningum Hamars, Árborgar, Selfoss og fleiri liða landsins þannig að hann hlaut að vera númer 1...og ég held að allir hafi vitað það...enda viðurkenndi hann það sjáfur í einum póstinum hér.
Nr 2. Sú búningahóra var sú eina sem hafði leikið í búningi númer 9. Ég hef spilað alla leiki Hamars númer níu frá því að Hamar var stofnað, nema einn. Það var Reynir S á útivelli árið 2004. Þar sem hálft Hamarsliðið var statt úti á Spáni í knattspyrnuæfingabúðum með mér á sama tíma, þ.m.t. búningahóra númer 1 og 3, þá fór ég að spá í hvaða drulludeli gæti hafað óhreinkað treyjuna mína í þeim leik. Niðurstaðan var augljós: Guðmundur. Þetta er sá maður sem ég hef hvað mest barist við um treyju númer 9 hjá Bjórvömb og hann var meira að segja nían hjá okkur Bjórvemblum á sínum tíma. Ég þurfti að láta mér tvistinn að góðu, enda það allt í lagi því að í honum spila margir góðir eins og t.d. Jan Kromkamp.
Nr 3. Þetta bara segir sig sjálft. Ef maður rennir yfir hópana sem hafa verið hér síðustu ár þá eru litlar líkur á að Króksararnir hafi spilað í 10 búningum af 16 þar sem aðeins eru búnir örfáir skýrsluleikir. Ekki er það neinn af ungu strákunum því að ekki eru þeir margir sem eiga yfir 10 skýrlsuleiki að baki, nema kannski helgi en hann hefur verið duglegur við að ræna búning eldri bróðurs síns og sína gamalkunna og góða fjölskyldutakta í honum. Kiddi og hans menn koma ekki til greina þar sem þeir spiluðu allir 0-1 leik fyrir okkur og gott ef Angantýr fær ekki bara 0 fyrir æfingasókn í kladdann hjá mér. Ef að þetta er enginn af þeim mönnum sem hafa komið til okkar síðastliðin tvö tímabil verður að leita lengra aftur, sem ég og gerði. Ég fór að hugsa um það hverjir höfðu farið beint úr Bjórvömb yfir í Hamar.
Ásgeir: Var alltaf númer 3 eða eitthvað svoleiðis, ef hann var ekki á bekknum
Gummi: Búinn
Guðni: Hætti snemma
Þráinn: Alltaf númer 6 eða 4(man ekki hvort) eins og Franco Baresi
Hannes: Búinn
Jónas: Alltaf 11
Finnbogi: Ekki búinn með nógu mikið af leikjum
Gaui: Alltaf 5
Hlynur: nei
Óli Gísla: Á ekki nógu mikið af leikjum
Davíð Heimis: Alltaf nr 10
Allan: ha?
Kalli: Ha...hmmm..já hu?...þetta gæti nú hugsast
Ég hélt áfram að beita útilokunaraðferð
Einsi spilaði of mikið í marki, Siggi Gísli var yfirleitt númer 8 og Heimir númer 5. Frank á ekki nógu marga leiki að baki og ekki Yngvi Carlos heldur. Stebbi og Bjössi voru/eru alltaf með sömu tölurnar á bakinu.
Þá hugsaði ég...er ekki bara Kalli aka Carlos bara sá eini sem kemur til greina, eða er líklegur að minnsta kosti?...jæja ég skýt á hann.
Þannig rökhugsaði ég þetta bara fram í fingurgóma
og varðandi það að ég skyldi segja(eða skrifa): "Æ Ásgeir nenniru ekki bara að gera úrslitin kunngjör núna...ég veit alveg að þetta er rétt hjá mér" er bara einfaldlega vegna þess að ég veit að ég hef rétt fyrir mér og hef vanið mig á að hafa það alltaf.
En örvæntu eigi Ásgeir því að ég skal ekki rukka þig um bjórinn. Sannir íþróttamenn sem vilja jafnt ná árangri í knattspyrnu sem spurningakeppni þeir drekka ekki áfengi. Þannig að ef þú ætlar að svolgra þessari kippu sjálfur þá skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú lætur hana renna ljúflega niður. Er ekki annars að fara að styttast í heimför hjá kjellinum? Þú veist að það er bjórbann á liðið.
Jæja þetta er lengsti póstur sem ég hef skrifað og líklega einn sá lengsti í sögu Hamars, eða mér finnst það allavega eftir að hafa skrifað svona lengi. Kannski að trommarapósturinn hans Grjóna sé lengri.
Er ekki einkenni sekra mann að koma með langar afsakanir?
Allavega get ég gert út um þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Það eina sem Rafn kíkti á KSÍ var til að sjá hver hefði verið í treyju nr. 9 í umræddum leik gegn Reyni.
Hinsvegar má segja að Ásgeir hafi klúðrað leiknum soldið með því að segja Rafni að koma með endanlegt svar. Fyrir mér var hann nefnilega búinn að koma með endanlegt svar ("Ég hallast að Gumma, Heimi og Kalla"). Þar sem hann var búinn að svara fór ég að ræða við hann um kvöldið og sagði honum að það gæti ekki annað verið en að ég væri hóran. Svo datt Rafn í lukkupottinn þegar hann fékk annan séns á lokasvari og gat bætt mér inní!
Rafn: Ekki reyna þetta. Þú ert svikarafn og ekkert annað. Þú ert kominn á svarta listan, fyrirliðinn sjálfur!
Hannes: Mig grunaði að Rafn væri með brögð í tafli og þess vegna bað ég um endanlegt svar hjá honum, sem sagt skilgreiningur á svarinu hans. Ég bjóst við heiðarlegri framkomu og að hann myndi setja þá þrjá sem hann taldi líklega í pósti tvö í ákveðin sæti. En hann kaus að fara "svikarafns" leiðina.
Hjörtur: Sammála, fyrirliðinn sjálfur.
Bjössi: Já, þú átt fjóra bjóra en eftir því sem mér skilst er bjórbann á liðið þannig að ef þú færð þá máttu ekki drekka þá. Þar að auki verður hver og einn að rukka sjálfur, gangi ykkur vel.