Hahh, hélduði að ég væri að fara tilkynna hóp Hamars? nei aldeilis ekki!
Var að skoða félagaskiptin á KSÍ og sá þar líklegan hóp "Drangs" á morgun. Þetta er sem sagt ekki Drangur heldur Fjölnir, eða ég vona það alla vega fyrir hönd Fjölnis því að annars er unglingastarfið þeirra ónýtt.
12 leikmenn frá Fjölni skiptu yfir í Drang á síðustu fjórum dögum og aðrir fimm úr Aftureldingu, Fram, Stjörnunni og Þrótti Reykjavík. Þið vissuð þetta kannski allir þarna á Íslandi en ég vissi þetta ekki og þess vegna ætla ég að birta líklegan hóp "Drangsmanna" á morgun og ef þið þekkið eitthvað af þessum mönnum gerið þá grein fyrir því! Þetta eru líklega MJÖG sprækir strákar sem að allir hafa verið að æfa með liðum í efri deildum.
En hvað er þetta annars með Drang og lauslæti nafnsins þeirra?