Það var einu sinni gæs sem labbaði inn á veitingastað. Gæsin spurði þjóninn, sem var að þvo glösin sín, að einni spurningu. Hún spurði: "áttu nokkuð gulrót?" Þjónninn svaraði: "Nei, við eigum engar gulrætur hér." Daginn eftir kom gæsin aftur inn og spurði að sömu spurningu: ´"áttu nokkuð gulrót?" Þjónninn horfði gáttaður á gæsina og svaraði eins og daginn áður: "Nei, við eigum engar gulrætur hér." Daginn eftir kom gæsin aftur og spurði enn og aftur: "áttu nokkuð gulrætur?" Þjónninn var orðinn svolítið pirraður á þessari spurningu og tregðu gæsinnar að skilja að þeir ættu engar gulrætur og hann svaraði grimmur: "Nei, við eigum engar og munum aldrei eiga neinar gulrætur. Ef þú kemur aftur og spyrð að þessu þá negli ég þig fasta á vegginn hérna." Daginn eftir kom gæsin og spurði þjóninn: "áttu nokkuð nagla?" Þjónninn horfði gáttaður á gæsina og sagði einfaldlega "nei" þar sem þetta er veitingastaður en ekki verkfærabúð. Þá spurði gæsin: "OK, áttu þá gulrót?"
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið. Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,,En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?" Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann. Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn , leit kennarinn á gæjann og sagði: "Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni."
Einu sinni kom nunna til kvensjúkdómalæknis og sagði: "læknir, það er eitthvað undarlegt með mig. Þegar ég fer á túr, þá kemur ekki bara blóð heldur koma líka frímerki." Læknirinn svaraði: "Hmmm, það getur ekki verið. Svoleiðis nokkuð er líffræðilega ómögulegt. Ég verð að fá að sjá þetta." Nunnan samþykkir það og kemur aftur tveimur vikum seinna til læknisins. Læknirinn segir spenntur við hana: "Leggstu hérna á bekkinn og láttu fara vel um þig", rennir stólnum sínum að henni og skoðar náttúruundrið og skellir svo upp úr. Þá segir nunnan frekar pirruð: "Hvað er þetta eiginlega?" Læknirinn svarar: "Nunna góð, þetta eru ekki frímerki..."(kíkið á linkinn)
Er með nokkra trommarabrandara sem ég hef safnað saman... þeir sem hafa verið í hljómsveit vita hversu furðulegir trommararnir eru. Hjörtur ætti t.d. að þekkja það að umgangast trommara:)
Fann þessa á netinu og þýddi þá sem voru á dönsku/ensku. Samdi nokkra sjálfur. Værsgo:
Hvernig veistu að trommari er að banka á hurðina hjá þér? -Hann missir taktinn í fjórða höggi.
Afhverju fær maður aldrei trommara í heimsókn? -Þeir vita aldrei hvenær þeir eiga að koma inn
Hvernig ruglar maður trommara? -setur nótnablað fyrir framan hann
Hvernig fær maður trommara til að hætta? -Skrifa nótur á blaðið
Afhverju setja gítarleikarar trommukjuða í mælaborðið á bílnum sínum? -Svo þeir geti lagt í stæði fyrir fatlaða.
Hver er munurinn á trommara og ryksugu? -Maður þarf að stinga ryksugunni í samband til að hún "sucki"
Hvað er það síðasta sem að trommuleikari mundi segja? -Hey strákar ég er með hugmynd!
Palli litli: "Þegar ég verð fullorðinn ætla ég að verða trommari." Mamman: "En Palli minn, þú getur ekki orðið bæði."
Trommari sem er þreyttur á að vera fordæmdur fyrir að vera trommari ákvað að læra á alvöru hljóðfæri og gekk inn í hljóðfæra búð til að kaupa sér. Hann gengur að afgreiðsluborðinu og segjir: "Ég ætla að fá rauðatrompetinn þarna og harmonikkuna þarna" AFgreiðslumaðurinn svarar "Okei, slökkvuliðstækið máttu fá en ofninn verður kjurr!"
Maður labbar inn í búð og segir: "Áttu einn af þessum Marshall Hiwatt AC30 magnara dæmum og Gobson StratoBlaster gítar með Fried Nose tremulo?" Afgreiðslumaður: "Leyfðu mér að geta, þú ert trommari, ekki satt?" Viðskiptavinur: "Uhm, já... hvernig vissirðu?" Afgreiðslumaður: "Þetta er ferðaskrifstofa"
Hvað gerði gítarleikarinn þegar hannn læsti lyklana inn í bílnum? -Braut rúðuna og hleypti trommaranum út!!!
Hvað kallar maður mann sem hangir með tónlistarmönnum? -Trommara
Afhverju þurfa hljómsveitir rótara? -Til að hafa einhvern til að þýða það sem að trommuleikarinn segir.
Hvað þarf marga trommuleikara til að skipta um ljósaperu? -Bara einn, en aðeins eftir að hann spyr .. "Afhverju?"
Ef að það lægi þúsundkall á gólfinu, og í kringum hann stæðu Jólasveinninn, álfur, góður trommari og lélegur trommari, hver mundi þá ná þúsundkallinum? -Lélegi trommarinnn, þar sem hinir þrír eru ekki til.
Steingrímur á Snúllabar: "Hvað ætliði að spila lengi?" Hitakútur: "Hálfum takti styttra en trommarinn"
Einu sinni var Hitakútur að keyra á gigg... primadonnan sér dauðan fugl á veginum og segir: "Sérðu maður...dauður fugl." Titturinn lítur upp í loft og segir "Hvar?"
Hvað gerist ef þú blandar saman trommuleikara og górillu? -Mjög heimska górillu (ta-ta-búm-splassshh!)
Afhverju er pásurnar hjá hljómsveitum aldrei lengri en 20 mínútur? -Svo það þurfi ekki að þjálfa trommarann upp á nýtt.
Hvað er það síðasta uppástungan sem trommari kemur með á æfingu? -Eigum við ekki að prófa eitt af lögunum mínum...
Hvað kallast trommari sem hættir með kærustunni sinni? -Heimilislaus
en hvað spilaði lesblindi trommarinn eftir brandarann? tsss burumm...
hvers vegna eru trommarabrandarar svona stuttir? -svo hinir í bandinu geti skilið þá.
Hvað þarf marga tónlistarmenn í kvartett? -Þrjá, og svo einn trommara
Baksviðs heyrðis kallað?”Geta tónlistarmennirnir og trommarinn drifið sig á sviðið”
Hvernig færðu trommara úr forstofunni? -Borgar fyrir pizzuna
Hafiði heyrt um trommarann sem labbaði fram hjá barnum? -Ekki ég heldur
Hver er munurinn á mýflugu og trommara? -Mýflugan hættir að ”sucka” þegar þú lemur hana í hausinn
Hvað er líkt með eldingum og trommukjuðum? -Hitta aldrei sama staðinn tvisvar
Ég bað trommara einu sinni að stafa Mississippi? -Hann sagði”hvort ertu að meina ána eða fylkið”
Af hverju geta trommarar ekki gengið með klukku? -Þeir vita ekki hvað rétt tímasetning er
Hvernig hringir maður í trommara? -Ekki hægt, þeir borga ekki símreikninginn.
Hvað kallar maður trommara? -Ekkert, því þeir hlusta hvort sem er ekki.
Hvað kallar maður til trommara til að láta þá hlusta á mann? -Ekkert því þeir skilja mann hvort sem er ekki
Hver er munurinn á taktinum í trommara og skónum í þurkaranum? -Enginn
Hvað sagði trommarinn við söngvarann? -”Á ég að spila of hratt eða of hægt”
Hvað er líkt með hnerri og trommusólói? -Þú veist að það er að koma og þú getur ekkert gert við því
Hvað nota trommarar sem getnaðarvörn? -Persónuleikann sinn
Hvernig veistu að trommari sé að skipuleggja framtíð sína? -Hann kaupir tvo bjórkassa í staðinn fyrir einn
Hver er munurinn á trommusetti og lauk? -Það grenjar enginn þegar þú slátrar tromnusettinu
Hvernig skilgreinir maður orðið ”nörd”? -Maður sem á trommusett
Hversu langt nær trommusettið? -20 metra ef þú ert sterkur
Hvenær eru trommararnir bestir? -Einir
Hvenær veit trommarinn að hann er í réttum takti? -Aldrei
Hvernig veistu að það er trommari sem labbar fyrir aftan þig? -Hann labbar ekki í takt við sjálfan sig
Hvernig lýsirðu trommara á sveitaballi? -”Fullur og vitlaus” Hvernig lýsirðu trommara daglega? -”Vitlaus”
Hversu marga trommara þarf til að skipta um ljósaperu? Einn... svo lengi sem rótarinn reddar stiganum, perunni og setji peruna í.
Afhverju fékk trommarinn hjartaáfall? -loksins sagði gítarleikarinn ”Þarna kom það... ég held að gítarinn sé rétt stilltur”
Hvað er það fyndna við trommarabrandara? -Trommararnir hlægja að þeim
Jón Steinar, hvurslags eiginlega óvirðing er þetta við rússneska eðalvagninn? Er ekki viss um að þú verðir vinsæll hjá nýju Hamarsmönnunum í sumar!
En Rabbi er ekki komið nóg af gríni og kominn tími til að krýna sigurvegara? Ég vill fá 1., 2. og þriðja sæti, efnilegasta brandarakallinn og svo framvegis. Svo getum við farið að rífast um réttlæti úrslitanna eftir það, ég er nokkuð viss um að það verði ítalskur bragur á dómnefndinni þannig að þetta er bara spurning um að hringja í dómarann eða eiga peninga...
"Helgi Guðnason sagði víst við Kidda þjálfara í fyrra að hann vissi um leið til að styrkja liðið. Þá sagði Kiddi....Nú? Hvenær ætlar þú að fara?"
Búwahahahahahaha
Hann átti sín moment kallinn. Ég hló mig t.d. máttlausan þegar hann laumaði Jón Steinari, ellefta leikmanninum, inn á völlinn á móti Árborg í æfingarleik, eftir að einn okkar manna hafði verið rekinn út af.... Hann beið þangað til þeir komust í sókn þannig að það væri öruggt að allir Árborgarar væru að horfa eitthvað annað og ýtti svo Jóni inná
Virðulegur maður kemur inn á barinn á Sögu og pantar fjögur glös af XO koníaki. Þjónninn afgreiðir manninn strax og raðar glösunum snyrtilega á barborðið. Maðurinn sturtar í sig úr hverju glasinu á eftir öðru og er búinn með alla sjússanna áður en 5 mínútur eru liðnar. Þjónninn segir í spurningartón: "það er eins og þér liggi á." "Þér myndi líka liggja á ef þú værir með það sama og ég," sagði maðurinn. "Hvað ertu eiginlega með?" spurði þjónninn í samúðartón. "Bara fimmtíu kall."