Jæja núna stefnt á allsherjar þjöppu laugardaginn 11. febrúar. Dagskránni er frekar einföld. Við ætlum að hittast um svona 15 - 16 leytið og fara í paintball. Ég vil benda á það að æskilegt er að menn séu búnir að fá sér bjór áður en farið er í paintball, þó svo að betra sé að umsjónarmenn paintball húsins eða hvað þetta heitir fái ekki veður að bjórþambinu. Eftir að paintballið er búið er stefnt á að fara eitthvert að éta og halda áfram áfengis drykkunni og auka hana hressilega. Enda er fátt leiðinlegra en edrú fótboltaspilarar. Að þessu loknu er stefnt á að fara í heimahús þar sem spilaðir verða drykkjuleikir og menn staupa sig í boði Knattspyrnudeildar Hamars. Einnig mun ég bjóða hverjum þeim sem þorir að spila við mig fótboltaleik í PS2.
Hins vegar þá er þetta ekki ókeypis og er kostnaður eftirfarandi:
Paintball : 1.990 kr
Matur: 1.500kr
:hungy: Matur Jónas 3.790 kr
Áfengi að eigin vali: ??????
Markmið þjöppunnar eru einföld.
1.Við viljum þétta hópinn betur þar sem nýir menn eru komnir inn í liðið og við þurfum að kynnast þessu liði frá Sheepriverhook betur. Hét tríoið frá Sauðárkróki sem vann söngvakeppni framhaldsskólanna ekki örugglega Sheepriverhook???
2. Vera alveg blindfullir og helst ekki vita hvað þú heitir þegar klukkan er orðin 10. ATH þetta markmið er MUN mikilvægara en að kynnast Sauðkræklingunum þar sem við höfum nægan tíma til þess kynnast sveitastrákunum þegar fram líða stundir og er bent á það að of mikil samtöl til þessa að kynnast sauðkræklingunum geta tafið fyrir mikilvægum tíma sem mætti annars nota til þess að þamba áfenga drykki.
Ég, Siggi Gísli og Tryggvi hvetjum alla til þess að koma og taka þátt í þessari þjöppu með okkur. Endilega látið okkur vita hverjir koma með
Þetta hljómar bara ansi vel hjá ykkur strákar. mér sýnist þið hafa lagt mikla vinnu í þetta og hef því ekki annað að segja en ég mæti. P.S. Bjössi ég ætla ekki að keppa við þig í tölvileik heldur ætla ég að vera haug ölvaður (samt ekki jafn ölvaður og þegar einn ákveðinn jakki fékk útreið).
Það er komin smá breyting á dagskrá þjöppunnar góðu þar sem uppbókað var allt í einu í Paintball. En það reyndist bara vera hið besta mál því ný skemmtun er komin upp sem verður í formi hörku íþróttarkeppni og verðu keppnis íþróttin kynnt síðar vonandi ekki seinna en þriðjudaginn 7.febrúar.
Þjappan hefur fengið góðar móttökur meðal liðsmanna og stefnir í met mætingu. Þannig að eins gott er að Rafn partýljón hafi stórt og gott húsnæði til þess að taka á móti æstnum lýðnum.
p.s. ef einhver þekki stelpu sem hugsanlega, mögulega og jafnvel gæti haft áhuga á Sigurði Gústafssyni þá má sá hinn sami endilega draga hana með
Ég mæti.... Jakkalaus og fer ekki í paintball vegna galla á hendi en ég verð með í öðrum athöfnum. Ég er nefninlega gæddur þeim hæfileika að geta drukkið með vinstri og það er ekki það eina sem ég get gert með henni
Á laugardaginn næstkomandi 11.febrúar byrjar Þjappan á því að klukkan 13:45 er mæting í Veggsport og þar verður tekið 2 tíma skvassmót þar sem skipt verður í riðla og svo komast 2 efstu úr hverjum riðli fyrir sig áfram í úrslit. Að loknum úrslitaleikjunum verður krýndur Skvass meistari Hamars 2006. Eftir að menn eru búnir að kæla sig niður með hinum ýmsu drykkjum og slaka aðeins á í gufu þá verður farið út að borða á Argentínu eða bæjarins bestu.´Eftri átið er stefnt á að fara í heimahús og halda partý. hins vegar þá datt húsnæðið sem stefnt var á að halda partýið í upp fyrir og stendur því leit yfir að nýjum stað og eru allar ábendingar velþegnar.
Kostnaður við Skvassið er aðeins 500 kr í staðinn fyrir 1.990 kr sem greiða hefði þyrfti fyrir Paintballið. Gefur þetta auga leið að sá peningur sem sparast þarna ætti að renna beina leið í vasa gjaldkera ÁTVR
Sææææælar Það er mæting í Veggsport ekki seinna en kl 13:45 á Laugardaginn 11.febrúar 2006 Því við byrjum að spila kl 14:00 og verðum að nýta tímann vel til þess að geta krýnt meistarann í tíma. P.S. Sá sem slær boltanum oftast í Sigurð Gísla á von á sérstökum verðlaunum