Í vor voru gerðar ákveðnar breytingar á 11. grein knattspyrnulaganna, en sú grein fjallar um rangstöðu. Skilgreint var betur hvað telst að taka virkan þátt í leiknum. Þessar breytingar tóku gildi hér á landi við upphaf Íslandsmótsins.
FIFA hefur af því tilefni sett á vef sinn myndrænar útskýringar á rangstöðureglunni sem þess virði er að skoða.