Ég er strax farinn að huga að þáttöku, mig vantar meiri upplýsingar um mótið því að sá sem svaraði í símann á Selfossi vissi voða lítið. Veit þó að það mega allir taka þátt fyrir sitt félag og þá ert þú líka orðinn kandídat, ætla líka að tala við einn eða tvo aðra höfðingja og sjá hvort þeir vilji keppa.
Ég verð að segja ykkur að ég er ROOOOOOOSALEGUR í golfi. Ég myndi í ykkar sporum biðja mig um að keppa, bæði fyrir velgengina og fyrir móralinn.
Það er kannski leiðinlegt að segja frá því sjálfur en einhver verður að gera það... og bréfdúfurnar fyrir vestan eru í sumarfríi þannig að lítið hægt að stóla á þær sögur sem ganga þar fjöllum hærra af hrokkinhærða golfsnillingnum
Þess má einnig geta að auk þess að vera góður er ég er með flottustu sveiflu á Íslandi í dag og var margrómaður fyrir á mínum yngri árum á Nesinu...
Nei, nei ekki misskilja. Sindri heldur að það sé hola í höggi ef maður nær að pútta ofan í á gríninu. Hann var áður búinn með á annan tug högga þannig að þetta var nú ekki hola í höggi, öllu heldur hola í 19 höggi!
það er alltaf gaman að heyra í ykkur strákar, en ég sá Jónas Helga og sigga gú uppi á golfvelli, kannski voru þeir að æfa fyrir mótið. en ykkur að segja þá ætla ég að vinna minn flokk, og Elfar sinn. fyrir GHG(hamar)
Ég fór einu sinni níu holurnar uppí Dal á 112 höggum. Reynið að hafa þolinmæði til að gera verr en það.
En þetta var samt geðveikt gaman... sérstaklega þegar ég skaut lengsta skotið mitt (sem var reyndar afturábak). Talið bara við Halla sem var dómari, eða Helga Guðna sem ég var að keppa með, þeir eru vitni að þessum rosalega viðburði. En aðalástæðan fyrir þáttökunni voru auðvitað pizzurnar sem maður fékk í lokin.