Eitthvað var ég nú búinn að heyra af því að Helgi og Hlynur frá Selfossi væru kannski á leið í Hamar fc. En skv. fréttum af www.selfossfc.com er Helgi búinn að skipta yfir í Árborg En hvernig er staðan með Hlyn? er það ennþá hugsanlegt að hann komi til liðs við Hamar fyrir þetta tímabil? Svo líka.. fyrsti leikur hjá ykkur er í Sandgerði um helgina ætla bara að óska ykkur góðs gengis og vonandi gengur ykkur sem besta á þessu íslandsmóti.
Það var aldrei neitt komið á hreint með tvíburana... einhverjir menn á okkar snærum voru að reyna að narra þá á æfingar en ekkert endanlegt hafði verið sagt um málið... Við vonum að sjálfsögðu að við fáum þá hin helminginn fyrst að annar er búinn að signa hjá Árborg...
ég veit nú ekkert hverjir þessi tvíburar eru en miðað við það sem að aðrir segja mér af þeim þá væru þeir mikill styrkur.
Annars er ég alveg búinn að sjá það að við erum með hörku góðan bakvörð sem að er skemmtilega vel spilandi og framsækinn. Svei mér þá ef að hann er ekki bara þrusulíkur Roberto Carlos í útliti. Hins vegar er slæmt hvað hann er latur að mæta á æfingar.
Þráinn þú verður að harka af þér og vera með á mánudaginn. we need u man
Sko, mér fannst ógeðslega gaman að spila um daginn og var bara ánægður með nýju stöðuna en ég verð ekki með í sumar.. Ástæðurnar eru að mestu leyti tvær:
1. I can´t "play through the pain barrier" Ég er búnað reyna það í mörg tímabil og þótt ég sé ágætur í löppunum yfir hásumarið þegar við erum á grasinu, þá er ég ekkert búnað æfa og er þarafleiðandi í engu formi og mér finnst leiðinlegt að spila á hálfu tempói. Vælukjói? So be it!
2. Ég er með bullandi áhuga á öðru sporti sem ég get náð langt í og það er erfitt að blanda því saman við fótboltann, eins og ég hef áður útskýrt hérna á síðunni.
En eins og ég hef áður sagt þá getur vel verið að maður kíki á eina og eina æfingu í sumar eins og í fyrra, uppá grínið!