ég veit ekki hvað málið er en ég skrapp uppá golfv0ll áðan og sá þá eingvern hóp af gaurum á fótbolataæfingu vissi ekki hvað málið var en þetta gætu hafa verið þeir þarna í Keflavík þekki þá ekki en varð svona frekar pirraður á að sjá þessa gaura skemma grasið
Já ég skildi það svo sem alveg en það mátti skilja á því sem þú skrifaðir á undan að þeir væru á golfvellinum að spila fótbolta:)............það hefði verið fyndið
Kíkti á völlinn í gær og það voru einhver takkaför á honum og för eftir traktor eða jeppa eða eikkað álíka.. Er það Pétur Ingvars sem hefur yfir umsjón með honum núna eða hvað?
Verður ekki að fara bera á hann og svoleiðis fljótlega, ég spyr??
Ég var í sambandi við Guðjón síðast að kvöldi miðvikudags, þá var ég búinn að eyða u.þ.b. öllum deginum í símanum að redda Keflvíkingunum aðstöðu til að æfa á Stokkseyri og Þorlákshöfn því að ónafngreindur einstaklingur hafði lofað að redda velli hérna í Hveragerði fyrir þá þegar þeir bókuðu ferðina hingað fyrir um mánuði síðan. Því miður komu vellirnir okkar frekar illa undan vetri og eru enn ekki komnir í æfingahæft ástand. Ástæðan fyrir því að Keflvíkingarnir æfðu á vellinum okkar var einfaldlega sú að þeir héldu auðvitað að þeir hefðu fengið völl til æfinga í Hveragerði, það er auðvitað útaf því að ég hafði tilkynnt Guðjóni að svo væri ekki en hann hafði þá ekki komið því til skila áður en hann sagði upp. Mistökin voru þau að í upphafi, þegar Keflvíkingarnir bókuðu sig á Örkina, þá var ekki haft samband við neinn stjórnarmann og óskað eftir leyfi til æfinga fyrir þá. En ég vil þó taka það fram að þau mistök eru ekki vegna slælegra vinnubragða starfsmanna Hótel Arkar, heldur var leitað til rangra aðila sem gáfu ósamþykkt leyfi til æfinga. Mistök sem þessi geta komið upp þegar menn lofa uppí ermina á sér. Varðandi umhirðu vallana, þá tjáði Pétur Ingvars mér að Hveragerðisbær væri að bíða eftir tilboði varðandi ráðleggingu fyrir umhirðu vallana (þ.e.a.s. áburðargjöf og slíkt). Það er aftur á móti okkar að ákveða hvenær við viljum fara á grasið, viljum við fara sem fyrst og sætta okkur við lélegt gras allt sumarið, eða viljum við bíða í smástund í viðbót og halda grasinu sæmilegu. Ég tel þó sennilegt að við munum skella einni æfingu á völlinn við Ullarþv.stöðina annað hvort á fimmtudaginn, sunnudaginn eða jafnvel báða dagana.
Er ekki nauðsynlegt að fara að æfa á stórum velli og hætta þessu helv. á sparkvellinum. Er enginn séns að redda grasi hjá einhverjum Ölfusbóndanum til þess að æfa á?