Ekki spurning um að þetta var mark.. Ef ekki þá hefði verið dæmd Vítaspyrna og örugglega rautt spjald. Það er ef að dómarinn hefði haft eistun í það. Sumir munu segja að Liverpool hafi legið í vörn. Það er kannski satt en samt sóttum við líka eins og sést á tölum um horn og marktilraunir. Miðað við það þá vorum við ekkert allir fyrir aftan miðju.
Einnnig þá þarf líka getu til að verjast. Chelsea reyndu þetta bæði á móti Barca úti og Bayern úti en gekk ekkert voðalega vel. Voru bara það góðir að ná að skora mörk stuttu eftir að hafa klúðrað því að pakka í vörn.
hins vegar þá er ég eiginlega búinn að bóka AC á móti okkur og fyrst að við lögðum Juve afhverju ekki AC?
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég horfði ekki á leikinn, enda ekki verið þekktur fyrir að eyða mínum dýrmæta tíma í eitthvað rugl. En ég sá markið og boltinn fór sko ekki inn, en ef dómarinn hefði ekki dæmt þetta mark þá hefði hann átt að reka Ceck útaf og gefa víti. En ég verð því miður að viðurkenna að ég vonaðist frekar til að LiverFool ynni þennan leik, það var ekki þannig í síðustu viku, en eftir að ég sá Chel$ki vinna deildina um síðustu helgi þá vonaði ég að þeir dyttu út úr CL (en ég HATA samt sem áður LiverFool). Þessi úrslit skipta svo sem engu máli, því AC Milan verður meistari og það er því miður bara sorglegt fyrir ykkur LiverFool lúðana að komast svona langt, tapa úrslitaleiknum og enda í 5. eða 6. sæti í deildinni sem gefur EKKERT.
P.S.
Já ég er tapsár yfir því að mínir menn hafi dottið út svona snemma í keppninni.
Chelsea aðdáendur geta heldur ekkert verið að væla yfir þessu því ef það hefði ekki verið dæmt mark hefðu þeir misst Cech útaf eins og Bjössi segir og fengið á sig víti..
Liverpool voru bara fastir fyrir og Chelsea átti fyrsta skotið sitt á mark á 68.mín og það úr aukaspyrnu! Liverpool voru auðvitað varnasinnaðir en voru alveg jafn líklegir að bæta við undir lokin eins og Chelsea að jafna..
Ég hef ákveðið að blása á allar efasemdaraddir og spá Liverpool sigri í úrslitaleiknum. Núna er leikur Psv og Milan að hefjast og ég er hreinlega ekkert svo viss um að Milan fari með sigur af hólmi. Þó ég reyndar voni það, vegna þess að Milan og Liverpool eru uppáhaldsliðin mín. Allavega þá vinnur Liverpool 2-0 í úrslitunum og það eina sem ég sé fyrir er að Harry Kewell skori eitt mark og að Carragher verður maður leiksins og í kjölfarið maður keppninnar. Veit ekki hver skorar hitt. Ég þori að leggja littla bróðir minn undir að ég verði sannspár, enda þekktur fyrir að vinna veðmál. HA, Ásgeir!!!