Nú hef ég mikið verið að velta því fyrir mér hvenær ákveðnir aðilar sem að spiluðu með Hamri síðastliðið sumar en fóru svo yfir bæði lækinn og þjóðveginn í leit að grænna grasi. Ég segji sjálfur að þeir byrji að sjást á æfingum ekki seinna en 3. júní.
Hvað segið þið? Það er spurnig um að setja upp pott og sá sem að giskar næst réttri dagsetningu hirðir allan fjandann
Ef þessir miklu herrar sem héldu á vit ævintýrana ákveða að koma heim, þá verður það ekki með skottið á milli lappanna. Heldur verða þeir fegnir að komast heim í Hveró (því þar er jú langbest að vera), búnir að hlaupa af sér hornin og tilbúnir til að öðlast þá andlegu fullnægingu sem fylgir því að spila í góðra vina hópi með merki Hamars á brjóstinu
P.S.
Held að þeir drulli á sig annað hvort milli 22. og 28. maí, eða milli 28.maí og 6.júní.
Sko, milli 22/5 og 28/5 er tíminn frá 2. umferð til 3. umferðar í 2. deild og milli 28/5 og 6/6 er tíminn milli 3. og 4. umferð. Þá ættu þeir að vera búnir að sjá að það er betra að spila heilan leik með félögum sínum í Hveragerði heldur en að spila í 5 mínútur með einhverjum vitleysingum frá Hnakkafossi.
Ég var líka búinn að spá dagsetningu (30.maí kl:18:30)
Þetta eru nú skemmtilegar getgátur og vonandi rætist eitthvað af þessu hjá ykkur! Ég get nú ekki svarað fyrir alla hina en ég er alveg fullviss á því að ég mun ekki spila með Hamri næstu árin Þannig að ef við áttum allir að koma heim á þessum tilsettu tímum þá fær enginn verðlaunin!
En gangi ykkur vel í sumar og vonandi náið þið að einbeita ykkur að boltanum og þeim sem eru að spila með ykkur í staðinn fyrir að vera að velta fyrir ykkur hvernær einhverjir leikmenn sem eru farnir komi aftur!
Þetta eru nú skemmtilegar getgátur og vonandi rætist eitthvað af þessu hjá ykkur! Ég get nú ekki svarað fyrir alla hina en ég er alveg fullviss á því að ég mun ekki spila með Hamri næstu árin Þannig að ef við áttum allir að koma heim á þessum tilsettu tímum þá fær enginn verðlaunin!
En gangi ykkur vel í sumar og vonandi náið þið að einbeita ykkur að boltanum og þeim sem eru að spila með ykkur í staðinn fyrir að vera að velta fyrir ykkur hvernær einhverjir leikmenn sem eru farnir komi aftur!
kv. Gaui B.H
p.s. þetta er það sama og að ofan... gleymdi bara að logga mig inn!
Ég er ekki viss, við þurfum örugglega að vinna í Lottó til að geta greitt þeim aur fyrir að spila með okkur. Ég giska á 17.júní þá verð ég búin að vinna í víkingalottói (ég heiti hér með á mfl. hamars 10% af vinningsupphæð ef ég vinn fyrir 17.júní).
Og ég lofa því að allir vinningarnir sem ég fæ af þeim 500 ferðaþrist miðum sem ég var að kaupa á e-bay,fari í launagreiðslur til leikmanna. Síðan var ég líka að gera samning við ónefnt fiskvinnslufyrirtæki sem lofar okkur styrk í formi frosinna ýsuflaka og léttsaltaðri lúðu sem við getum notað uppí launagreiðslur (frétti að það væri vinsæll greiðslumáti núna).
Ég verð nú bara að segja eins og er að ég býst ekki við neinum þeirra aftur. Ef að þeir ákveða að fara eitthvað hljóta þeir að fara í Ægi, það er víst í tísku... svo segja allavega Hlynur og Stebbi. En annars get ég ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að þeir hafi skipt yfir. Í raun vissi ég það að þeir myndu fara eitthvað. (þó bjóst ég aldrei við Ægi) Því þegar Gaui tilkynnti að hann ætlaði eitthvað annað... þá vissi ég að hinir tveir finndu líka þörf til að söðla um... það hefur verið þannig í gegnum tíðina og ég bjóst ekki við því að það myndi breytast nú. Hins vegar finnst mér eðlilegt að menn vilji reyna fyrir sér á æðra stigi knattspyrnunnar, og ekkert nema gott um það að segja, en í mínum augum er það að fara í Ægir skref aftur á bak...
Annars eru menn að sjálfsögðu ávallt velkomnir aftur og ég ætla rétt að vona að þetta spjall hér verði ekki til þess að menn verði súrir í garð Hammer city, því þetta er auðvitað bara létt spjall og vangaveltur...
Í tísku að fara yfir í Ægi??? Svo segja Stebbi og Hlynur??? jahá það er ekkert annað. Ef að þetta þykkir hipp og kúl þá er ég eitthvað aðeins að missa af lestinni.
Annars hafa Stebbi og Hlynur ekki verið þekktir sem miklir tískufrömuðir, eins hallærislegair og þeir eru nei nei nú er ég að gera létt grín. Það að þeir séu komnir yfir í Þorkslákshöfn gerir það bara ennþá skemmtilegr að spila á móti Ægi í sumar og um að gera að prófa að spila með öðrum liðum líka..enda er þessi 3. deild til þess gera að hafa gaman að þessu. ég vona bara að fá smá einvígi við Stebba og Hlyn (kannski á punktinum, hann ætti ekki break ). En Vonandi gengur þeim bara vel þarna og vonandi hagar Stebbi sér vel fyrir utan völlinn