Jæja í dag spiluðum við leik þar sem ungir strákar og nýjir strákar voru í aðalhlutverki. 6-2 tap staðreynd þrátt fyrir ágætis spilamennsku á köflum. Í liði vantaði Danna, Dóra, Angantýr(ef hann er til), Heimi, Bjössa, Stebba, Kidda, Kalla, Hákon(hefði getað spilað þennan leik), Þráinn, og aðra mögulega kandíta, auk ungra stráka eins og Tryggva, Simma, Egils og örugglega einhverja fleiri sem ég gleymi. Þið sjáið strax að liðið mundi styrkjast verulega ef þessir menn höfðu mætt. Sumir höfðu eflaust góða ástæðu fyrir að mæta ekki en aðrir ekki. En síðan hvenær eru menn farnir að finna ástæður til að sleppa við leik, og er virkilega svona mikið að gera á sunnudagsmorgnum að það er ekki hægt að sleppa því fyrir leik. Ég held að okkur sé fyrirmunað að geta stillt upp okkar sterkasta liði....en ég vona að það verði hægt þegar Íslandsmót byrjar. En það er leiðinlegt að mæta leik eftir leik með algjörlega frábrugðin lið og það sama gildir um æfingarnar. Maður reynir að koma sér í form og vill sjá hina gera það sama: Mæta í leiki og á æfingar. Þrátt fyrir að við höfum verið að spila leikina á ágætlega stekum liðum þá er maður einhvernveginn ekki alveg nógu sáttur. Nú vil ég að menn fari að taka til í kollinum á sér og fara að einbeita sér að því sem framundan er, enda er bara rúmur mánuður í fyrsta Íslandsmótsleik. Ég neita því að þessi lið fái að hlæja af okkur.........AFTUR
Mikil óheppni að við skildum ekki ná inn alla vega einu stigi á móti Sindra. Í raun hefðum við átt að vinna þann leik og ekki gott mál að klúðra tveimur vítaspyrnum ... en það gefur þá bara okkur hinum tækifæri á að verða vítaskyttur
Leikurinn á móti Árborg var ekki góður. Ég held að Sindra leikurinn hafi setið í mönnum og auk þess sem Rabbi bendir á að menn eru ekki að mæta nægilega vel, með ýmsar afsakanir að mæta ekki í leiki. Vissi reyndar ekki að Hamar væri með A og B lið eins og segir í umfjöllun um leikinn á forsíðu
Árborgarar voru helv. grófir og komust upp með það. Dómararnir voru lélegir og ef þeir hefðu haft eitthvað vit í kollinum þá hefði kantmaðurinn í síðari hálfleik, nr. 10, átt að fara út af með rautt spjald, eftir þrjár tæklingar í mig án þess að boltinn væri nálægur Það er líka algjörlega óþolandi að Árborgarar komist upp með það að hanga á mönnum eins og lélegt og ofvaxið jólaskraut og dómarinn horfir bara á og klórar sér í kollinum. En hvað um það, þýðir ekki að deila um dómarann. Stöndum okkur bara betur í leikjunum við Árborg í sumar. Ég veit að við eigum eftir að rúlla yfir þá!
Við erum auðvitað ekki með eiginlegt B-lið, en þar sem við spiluðum aðallega á mönnum sem hafa ekki fengið eins margar mínútur og aðrir í deildarbikarnum þá var þetta hálfgert B-lið hjá okkur. Síðan vorum við ekki með markmann og þeir sem spiluðu og eru í "the sweet sixteen" voru frekar dasaðir eftir erfiðan leik deginum áður.
Ég trúi þessu ekki Þráinn! hver er ástæðan? Ég sem hélt að þú ætlaðir að sjá um markaskorunina í sumar hjá okkur Ef um er að ræða beinhimnubólgur þá hljóta þær að minnka þegar þú léttist og undirlag takkaskónna mýkist. Ég geri mér grein fyrir því að hún er á háu stigi hjá þér en hvernig var þetta í hitti fyrra, lagaðist hún ekki þegar við fórum að æfa og spila á grasi?
Hvet þig til að endurskoða þessa útgefnu endanlegu uppgjöf! Og halda öllu opnu, æfa frekar bara einu sinni til tvisvar í viku til að halda þessu í skefjum frammá gras-tíma!
Bjössi það þýðir ekki að vera fullur allar helgar, farðu að drulla þér í form! okkur vantar meira bit frammá við. Ég skora hér með á þig, og legg undir kassa, að ég skori fleiri mörk en þú á upphitunar tímabilinu, og í kjölfarið á Íslandsmótinu í sumar þegar þú munt vera að hámarka drykkjumennsku þína! Kassi á hvort mót og gert upp innan við viku frá lokum hvoru fyrir sig!
Aðalástæðan er áhugaleysi sem ég reyndar rek beint til þess að ég hef ekki getað æft og spilað af þeim krafti sem ég vildi.. ein aðalástæðan fyrir því að ég byrjaði í boltanum aftur var útaf félagsskapnum sem er góður og svo náttla útaf því að mér finnst gaman að spila fótbolta, þetta með félagsskapinn er óbreytt en þegar maður er meiddur og getur ekki beitt sér af fullu þá hef ég voða lítið gaman af því að spila. Önnur ástæða er sú að ég er ennþá með augun á 1-2 íslandsmetum í kraftlyftingum sem mig langar að reyna ná áður en ég fer uppúr unglingaflokknum um áramótin.. Fótbolti og kraftlyftingar eru ekki mjög góð blanda þar sem kraftlyftingarnar snúast mikið um það að og éta, æfa og hvíla sig og helst ekki hreyfa sig mikið en það er ekki alveg þannig þegar maður er að æfa fótbolta.Mér finnst líka glatað að geta ekki staðið við stóru yfirlýsingarnar sem ég er búnað setja fram hér á síðunni!
En ég er ekki endanlega búnað gefa boltann uppá bátinn og hver veit nema maður spili einhverja leiki í sumar.. Get allavega lofað ykkur að ég skipti ekki um lið!
Ég vill glaður tilkynna hér með að einn bestasti besti vinur minn ætlar að koma og spila fótbolta með Hamri. Þið þekkið hann kanski en hann hefur verið viðloðandi fótboltann í Hvergaerði síðan að Hemmi gunn var á leikskóla með hor í nefinu. Hver man ekki eftir öllum bröndurunum sem hann sagði þegar við vorum á leiðinni á Ísafjörð?
Ég held að allir séu búnir að geta sér til um hver þetta er en þetta er hann Georg (þessi litli sem er alltaf á eftir mér).
Ps. Ég hef ákveðið að leggja hanskana á hilluna. :number1
PPs. Ef ég verð beðinn um að fara í mark aftur mun sá hinn sami verða stimplaður á rassinn með takkaskónum mínum.
Usss Það er hart skotið Ásgeir.. verst að þetta hittir allt í mark.
Ég skal sko taka þessari áskorun þinni með glöðu geði. Ég er byrjaður að vinna í því að koma mér í form fyrir sumarið og stefni að því að eiga 2 bjórkassa á lager í lok sumars. Ef að 2 kassar eru ekki þess virði að leggja smá aukalega á sig til þess að komast í gott form þá er mönnum ekki viðbjargandi.
Síðasta sumar tók ég 1 kassa af Jónasi Michelinmanni og nú set ég stefnuna á að taka 2 af þér kallinn minn
Látum verkin tala Bjössi minn! Einhverra hluta vegna hræðist ég þetta ekki neitt þrátt fyrir að ég komi alltaf til með að spila mun aftar á vellinum en þú! En það er líka af því að ég er með krullur og við vitum allir hvað krullur gera!... jú þær rokka feitt ...og **** you Nikki Sixx sem sagði í bók Mötley Crew að það væru bara tveir menn í heiminum með krullur sem rokkuðu, það væri Slash og einhver annar eymingi! Mér þætti gaman að sjá þá taka Stál og hníf og Rangan mann!!! Verð að lenda í partýi með Sixxaranum einhvern tíman og sína honum að það er alla vega einn rokkari í viðbót með krullur!!!
Sko mér finnst nú að Geiri krullu rokk eigi að fá mínus póst fyrir þetta rugl sem að hann var að skrifa. Það var ekki heil brú í þessu þannig að ég las bara " ég heiti Ásgeir jarm jarm jarm jarm jarm jarm ég er kominn með afsökun vegna þess að ég er að fara að tapa fyrir bjössa og það er vegna þess að hann spilar framar en ég jarm jarm jarm jarm jarm mee mee mee mee mee mee mee mee jarm jarm jarm jarm" Ásgeir hvernig væri nú bara að fara og rýja helvítis kindina?
Þar sem ég er leynikrulla verð ég að segja að Bjössi er kominn á hálan ís með þessum skoðunum sínum! Bjössi þegar þú segir: "..eins og við hinir" ertu þá að tala um RAUÐHAUSA erð hvað??
En kannski get ég ekkert sagt þar sem ég raka alltaf af mér hárið við minnstu ummerki um krullur
uss þráinn þú verður að átta´þig á því að ef að þú ert að skjóta á rauðhausa þá ertu að skjóta á Ásgeir líka. Þannig að það er greinilegt að sama hvað maður segir þá verður maður að passa sig því að ásgeir virðist alltaf vera í minnihlutahópi. En Ásgeir má nú eiga það að vera stolltur af sínum krullum og er enginn skápakrulla eins og sumir