Ég veit ekki með ykkur hina en mér finnst sumar umræðurnar leiðinlegar hér á síðunni og mér finnst ekki taka því að taka þátt í þeim, samanber sameiningar umræðan.
Ein ástæða..... bara ekki þess virði að leggja nafn sitt við svona hugmyndir.
Kanski finnst ykkur þessi umræða ekki þess virði að svara henni.. OK
Annars finnst mér að þeir leikmenn sem ætla ekki að vera hjá okkur í sumar hætti að tjá sig um hluti sem í raun koma þeim ekkert við. Vegna þess að þeir eru jú að fara frá okkur hinum lúsablesunum sem ætlum að reyna að halda uppi knattspyrnu í okkar heimabæ.
Ég á kanski ekkert með að koma fram með svona fullyrðingar og ég vona að ég verði ekki tæklaður fyrir þetta í staðinn.
En þið sem eruð á leiðinni frá okkur þá vill ég endilega að þið takið þátt í spjallinu með okkur vegna þess að við erum skemmtilegir.
Auðvitað erum við í fótbolta vegna þess að okkur finnst það skemmtilegt og þetta er okkar áhugamál en þegar verið er að pæla í hvort maður sé í þessu bara til að vinna eða til þess að hafa gaman af þessu er í raun bara um eitt að segja.
Það er gaman að vinna. Er þetta ekki allt sem þarf í raun að segja og setur þetta ekki báðar fullyrðingar í sama flokk?
Ég vil í fyrsta lagi byrja á því að lýsa yfir undrun minni á þér Jónas: Undrun mín er gríðarlega mikil..... Þetta var lýsingin. Það að þú, Jónas, getir tekið sex þúsund orða debate og gert menn orðlausa, að þú hafir getað sett þetta svona einfalt og rétt fram er mér algjörlega óskiljanlegt. Sá dagur mun ekki líða í mínu lífi héðan af að ég muni ekki hugsa: Hvernig í ósköpunum! Ég hreinlega vissi ekki að þú ættir þetta til. Mín tillaga gagnvart þér er þríþætt:
1. Að þú hættir í þessari moldvörpudeild í háskólanum 2. Að þú hættir að nota munnin bara til að borða 3. Komir yfir í alvörudeild þar sem þú getur nýtt þessa guðsgjöf rétt stað þess að troða bara mat þangað öllum stundum
Eða þá bara segja okkur, Minn kæri matarmálaráðherra, hver skrifaði þetta fyrir þig!
Ég er hjartanlega sammála þér Jónas! Aðalástæðan fyrir því að ég er búnað vera svara í sameingartopicinu er að fá fleiri pósta í keppninni
Menn eiga að einbeita sér að sínu liði og hætta að ræða sameingaráform núna þegar tímabilið er að hefjast eða það er að minnsta kosti mitt mat.. Í sjálfu sér getum við voða lítið sett út það þó þetta sé rætt þótt við séum á móti því og sleppum þá bara að skoða það. Ég held hins vegar að þetta spilli fyrir einbeitingunni á verkefnin framundan.
Þetta var ekkert ílla meint hjá mér ég biðst fyrirgefningar....
Annars er fyrsti alvöruleikurinn á laugardag og ég sit við tölvu þegar að síðasta æfingin fyrir leikinn er. Þetta er hlutur sem ég bjóst aldrei við að gera.
Það er hálf niðurlægjandi að skrifa þetta.
Ég ætla að viðurkenna að ég skammast mín hálfa leið til Kína fyrir að vera ekki á æfingu en ég lét Kidda samt vita að ég kæmi ekki (þjálfarasleikja að læra heima gerist ekki verra).
Ég legg það til hér með að þeir leikmenn sem telja sig vera það mikilvægir að þjálfarinn þurfi að vita um fjarvistir þeirra fari að láta vita af sér ef þeir koma ekki á æfingar. Menn þurfa að hafa smá egó til að taka svona til sín.
Þetta er líka betra fyrir þá sem koma á æfingu að vita að hinir félagarnir komist ekki. Það er gott fyrir þjálfara að vita aðeins hvað hann hefur í höndunum. Lók eða lið?
Ásgeir ég er kominn úr transinum sem ég var í fyrr í dag og er byrjaður að bulla aftur þér til heiðurs.