Nú fer alvaran að hefjast, deildabikarinn byrjar 2. apríl og munum við spila þar 5 leiki. Lokaleikurinn í bikarnum verður síðan við fiskibollurnar í Fiskfarsbæ suður með sjó. Auðvitað hafa menn tekið hvern æfingaleik alvarlega, en æfingaleikir eru kannski erfiðari í mótiveringu. En þeir hafa greinilega gefið okkur mikið, það sást greinilega í síðasta leik að liðið er farið að spila boltanum og með sama áframhaldi þá verðum við vonandi komnir í okkar rétta form fyrir fyrsta leikinn í Íslandsmótinu. Nú er okkar tími að renna upp.....
Já, þetta er bara spurning um að toppa á réttum tíma. Það eru fullt af leikjum framundan bæði í deildarbikar og svo Inghólsbikarnum sem verður spilaður svona inná milli. Þetta eru leikir sem við eigum og verðum að nýta okkur fyrir sumarið. Stilla saman vörnina, fá hreyfingar án bolta, þríhyringaspil, fá spilið í lappir, kannski að skora nokkur mörk og milljón aðrir hlutir sem verða að vera komnir í lag fyrir sumarið. Þjálfarinn er búnað gefa það út að nú þýðir ekkert slugs í sambandi við æfingasókn, þeir sem ætla að spila í sumar verða að mæta á æfingar og þeir sem ætla að vera annarsstaðar ættu að fara skipta þangað. Við þurfum að sjá hvaða kjarna við erum með fyrir sumarið svo við getum farið að samstilla okkur.
já nú er um að gera að mæta á æfingar með kraft þar sem að nú byrja leikirnir að skipta máli og ekki gengur að tapa leikjum með margra marka mun né heldur að tapa leikjum yfir höfuð og segja síðan eftir leikinn að þeir hafi tekið okkur á forminu. Næst þegar við töpum leik þá verður það að vera einfaldlega vegna þess að hitt liðið var bara betra en við. En við getum huggað okkur við það að við gáfum okkur alla í leikinn
Ég er nú ekki barnanna bestur hvað varðar að mæta á æfingar en nú verður sko breyting á og er ég meira segja kominn með 2 æfingar í röð. 2 æfingar þar sem að ég sá að þeir sem að hafa verið að mæta á æfingar voru á allt öðru leveli en ég hvað varðar þol. Og þegar spilað er á stórann völl er það formið sem að skiptir mestu máli. Sama hversu góðir leikmenn eru með boltann og sendingar getu þá kemur hún ekki að notum ef að menn eru ekki í nægilega góðu formi til þess að vera mættir á réttann stað á vellinum til þess að láta þessa getu skila sér. til dæmis þá kom það fyrir í fyrra að ég sem dæmi ætlaði að gera etiihvað en var bara orðinn of þreyttur til þess að sparka í boltann eða þá að hlaupa á réttann stað heldur hugsaði bara " æii það hleypur einhver annar í staðinn"
annað þá vil ég hrósa Kalla "Bjarna" eins og hann var kallaður af litlum aðdáendum á síðustu æfingu fyrir metnað og áhuga og finnst mér hann hafa tekið rosalegum framförum og held ég að ástæðan fyrir því sé að hann er í fanta formi og hleypur eins og djöfullinn alla æfinguna og geri það á öllum æfingum
Já, gott að fá þig aftur Bjössi, kemur án efa til með að styrkja liðið.. Formið er ótrúlega fljótt að koma, þótt að ég sé langt frá því að vera kominn í nógu gott hlaupaform til að endast 90 mín þá finn ég mikinn mun frá því að ég byrjaði. Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er helvítis beinhimnubólgan.. Ég get nánast ekkert hlaupið því mér er svo illt í löppunum Vona að ég þurfi ekki að éta yfirlýsingarnar um að verða byrjunarliðsmaður í sumar oní mig!