verð bara að fá að segja mína skoðun á þessum leik.
Það var margt jákvætt í þessum leik og þá sérstaklega í byrjun á leiknum þegar það komu flottir þríhyrningar í gegnum ír vörnina. og vorum við bara óheppnir að setjan ekki tvisvar. markið var löglegt að mér sýndist. en svo notlar sá maður að ír strákarnir voru í betra formi og skiptu svo heilu liði inná í seinni hálfleik og ekki slakara liði á meðan hamar var bara með 3 eða 4 skipti menn.... en svona er þetta allavega það var margt jákvætt en það vantar ennþá að menn tali það er ekki nóg að tala um það fyrir leik að nú ætli allir að tala það verður að framkvæma það. En vonandi verður þetta bara gott sumar hjá Hamri
Margt var jákvætt í þessum leik, spilið gekk betur en oft áður, þ.e.a.s. í fyrri hálfleik.
við áttum líka hættulegar sóknir sem hefðu getað gefið mörk. mér fannst Þráinn standa sig mjög vel... Hann er mikill styrkur fyrir liðið...
En það er eitt sem fer alveg afskaplega í taugarnar á mér... Það eru þessi endalausu mistök sem við gerum... menn verða að fara að vinna í sjálfum sér með þá hluti... láta hlutina ganga upp og ákveða að engu verði klúðrað.
og þú þarna trukkur...þú veist í hvaða liði þú átt að vera...
Sammála frænda, það var margt jákvætt í leiknum gegn ÍR. Skil hins vegar ekki að menn mæti ekki í leik á móti ÍR í Eglishöll, aðstæður verða ekki betri á þessum árstíma.
Við vorum að fá færi, spila, áttum marga bolta á miðjunni o.s.frv. Þrekið er enn dapurt, fann það sjálfur að ég var við það að fá krampa í kálfana í byrjun síðari hálfleiks. Svo fannst mér líka gaman að spila fyrri hálfleikinn og mér fannst ég finna það hjá hinum líka. Þannig að við erum á réttri leið!
Takk fyrir það Grjóni.. Ég er sammála því að við vorum að spila ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki allavega 2svar en að sama skapi hefðum við geta fengið mun fleiri mörk á okkur í fyrri hálfleik. Við gátum spilað á "ágætu" tempói í fyrri hálfleik en fundum það strax í seinni hálfleik þegar þeir komu með nýtt lið inná hvað þetta var erfitt. Verðum að vera lágmark með 16 manna hóp í svona leik því fyrir utan það að vera ekki í formi geta menn alltaf meiðst og þá er fjandinn laus. Ég held að ég þurfi ekki að taka það fram að 12 mörk á okkur í leik er ALLTOF mikið og við verðum fyrst og fremst að stoppa slíkt í næstu leikjum. Nú verða menn bara að vera duglegir að hlaupa bæði á æfingum og utan æfinga því okkur veitir flestum ekkert af því.