Það er rétt sem þú segir "litlu liðin sem fara áfram og vinna keppnina" Það væri nú ekki leiðinlegt og myndi nánast bæta fyrir slakt gengi síðustu ára.. Kannski ekki alveg en væri samt snilld! Eins og allir vita þá er þetta alveg að koma hjá okkur og við þurfum bara smá tíma í viðbót.
Ha..? hafið þið heyrt þetta áður..?? Ekki frá mér allavega
Og þótt að það sé langt í úrslitaleikinn þá held ég að eins og staðan er í dag að það verði Milan-Chelsea sem spila hann og vonandi Milan sem tekur það. En svo veit maður ekki hvort að Liverpool komi á óvart og fari alla leið og Hamar endi í UEFA Cup!
Lyon-PSV, Lyon fer áfram. (Wiltord tryggir þeim sigur í uppbótartíma í seinni leiknum og Wenger nagar af sér vinstri hendina fyrir að hafa losað sig við hann)
AC Milan-Inter, AC Milan fer áfram. (Þeir eru BARA GÓÐIR)
Liverpool-Juventus, Juventus fer áfram. (Liverpool tapar 1-0 og 0-1, Gerrard með bæði)
Chelsea-Bayern Munchen, Chelsea fer áfram. (Abramovich??? kaupir Siemens sem auglýsir á bóningum B.M. og hótar að breyta nafninu í Lada-Mobile. Kahn missir "óvart" boltan gegnum klofið eftir skot frá Huth)