Mig langaði að ath. hvernig stemmingin væri hjá ykkur að hafa mánudags- og fimmtudagsæfingarnar seinna um kvöldið, kannski kl. 19:30 í stað 18:30. Þannig er staðan hjá mér að framvegis verð ég líklega ekki kominn heim úr vinnu fyrr en kl. 19 og missi því af tveimur æfingum á viku. Eru einhverjir í svipaðri stöðu að geta ekki mætt kl. 18:30 en frekar seinna?
Fínt mín vegna...vona bara að við finnum tíma sem hvað flestir geta komist á.....og ég hvet Reykjarvíkurguttana til að fara að mæta eins og þeir mögulega geta
Fine by me.. Það verða samt alltaf einhver kvöld sem ég kemst ekki á æfingu því ég er með stelpuna á kvöldin en ég reyni að nota ömmu og afa eins og ég get..
Nú þarf að fara vera full mæting á öllum æfingum því það styttist óðum í sumarið..
Ég skal ræða við yfirmenn æfingamála varðandi breytta æfingatíma og koma ykkar óskum á framfæri, en ég get ekki lofað neinu. Því miður er aldrei hægt að finna tíma sem hentar öllum fullkomlega, en ég lofa að gera mitt besta í því að svo verði.
P.S.
Í kvöld verður síðasta æfingin hjá okkur á gervigrasinu í Laugardal, því frá og með næsta þriðjudegi (15.mars 2005) verður æft á Fylkisvellinum í Árbæ. Þá munu æfingar hefjast kl:21:00 og enda kl:22:30.