Ætlaði bara að óska ykkur velfarnaðar fyrir leikinn í kvöld, vonandi að úrslitin verði góð.
Miðað við það sem ég hef heyrt þá er mannskapurinn góður og þið (við?) ættuð alveg að geta gert góða hluti í sumar. Þetta snýst bara um að hafa trú á því og leggja sig alltaf 100% fram bæði á æfingum og í leikjum og þá fara góðir hlutir að gerast.. Það er glatað að tapa og margir tapleikir í röð eru niðurdrepandi og því er mikilvægt að það fari að koma að góðum leik og menn horfi jákvæðum augum fram í sumarið!
Ég sé það á skrifunum þínum að þú ert farinn að hitna fyrir sumarið... Á ekki að vera með? Svo langar mig að nefna það að það er gaman að sjá að þú leggur það til að menn leggi sig 100% fram. Það eru akkúrat menn eins og þú sem skapa þá stemningu innann liðsins á æfingum að menn leggja sig 100% fram og þar með pottþétt í leikjum. Ég veit um fáa sem eru eins drífandi og þú. Það yrði gott og jákvætt skref fyrir Hamar að sjá þig í bláa búningnum í sumar...
Hvernig væri að þú færir að hætta að lyfta járnklumpum og fara sparka í tuðru. Það þýðir ekki alltaf að segjast vera kominn með fiðringin og láta hann svo deyja út! Farðu nú að setja fæturnar þar sem munnurinn er og farðu að mæta á æfingar -- Kraftahús!!!
Heyrði af leiknum í gær.. Hann er í fortíðinni og menn verða bara að gíra sig upp fyrir næsta leik sem ég veit ekki hver er. Það þýðir ekkert að gefast upp núna á miðju undirbúningstímabili! Það er enn nægur tími til að laga það sem þarf að laga en menn verða þá líka að mæta á æfingar og líta í eigin barm hvað betur má fara. Þið hugsið örugglega: "Hvað er hann að tuða, hann hefur ekki mætt á eina einustu æfingu!" En þetta er bara mín persónulega skoðun og ég hef mikinn áhuga á að Hamar standi sig vel í sumar, hvort sem ég verð leikmaður eður ei..(Blátt blóð í mínum æðum!)
En annars ætla ég að standa við stóru orðin og mæta á æfingu á morgun og hlaupa úr mér allt vit! (Ég er bara 14 kg þyngri en þegar ég spilaði seinasta leik með Hamri)
Ekkert nema jákvæðni í gangi hér. Þeir voru bara þrem mánuðum lengra komnir en við ekkert annað og að sjálfsögðu með eldra lið sem var hreinlega í klassa fyrir ofan okkur. En Þetta kemur allt með forminu og ég er farinn að hlakka til þess.
Leikur við Ægismenn á laugardaginn sem að við VERÐUM alla vega geta staðið upp eftir og sagst hafa gert okkar besta. Svo er harma að hefna á sunnudaginn gegn 2. flokk Gróttu. Eina sem við getum gert núna er að bæta okkur. Alla vega erfitt að gera verr en í síðasta leik. Við verðum bara nota þessa æfingarleiki til að koma skipulagi á okkar leik.