Ég ætla að tilkynna það hér með að ég er nokkuð harður á því að spila áfram með Hamar í sumar því leikgleðin sem fylgir því að spila með ykkur strákar mínir er yfirþyrmandi. Þannig að ég hlakka til að sjá ykkur þegar skólanum líkur hér á laugarvatni. Ég get ekki séð fram á það að ég geti mætt á æfingar næstu vikurnar þar sem ég er úlnliðsbrotinn. En um leið og það brot fer er ég tilbúinn fyrir enn eitt sumarið undir merki HAMARS.......
Og ekki þykir mér verra þegar að menn taka ákvörðun og láta vita af henni í tíma, þið hinir sem hafa ákveðið eithvað annað en að vera með hamri í sumar, takiði Heimir til fyrirmyndar svo við getum farið að tala um hvað þið eruð með lítil typpi, við tölum auðvitað ekki þannig um liðsféla okkar......
sjáums svo á þriðjudögum, svo ég geti reint að ná ykkur og tækla (þegar ég er komin í form).
Þetta eru góðar fréttir fyrir alla, bæði leikmenn og lið. Það virðist vera að við munum halda flestum okkar leikmanna frá síðasta sumri. Einnig hafa ný andlit látið sjá sig og fréttir berast af öðrum leikmönnum á leið til okkar. Við sjáum fram á að sumarið verði skemmtilegt og spennandi, við erum jú allir reynslunni ríkari og ættum að geta nýtt okkur það til framfara. En eins og Jónas sagði þá er mikilvægt að þeir leikmenn sem enn eru að hugsa sín mál, geri það sem fyrst... Svo að ég geti farið að finna stöðu sem mig langar að spila í............
Úff! Það lítur út fyrir það að maður þurfi að vera í formi til að komast í liðið!!! Ég sem var að vona að allir færu eitthvað annað þannig að maður þyrfti ekki að hafa fyrir þessu Nei, annars bara glæsilegt að stemmningin ríki áfram hjá okkur og ég er ekki frá því að þetta stefni í hörku góðan mannskap í sumar.
Eftir mikla umhugsun og mikla legu undir feld þá hef ég ákveðið að spila áfram með litla liðinu undir hamrinum þrátt fyri mikla fyrispurn frá stórum klúbbum hér á landi sem og erlendis þá sagði hjartað mér að það kæmu bara tvö lið til greina og það væru Hamar og KR og eftir mikla umhugsun þá komst ég að því að Hamar gæti verið meiri stökkpallur til atvinnumennskunnar
Ég hef aðeins verið að fylgjast með ykkur hérna á síðunni og ánægjulegt að sjá að menn eru með blátt blóð í æðum og ætla sér að berjast á heimavelli í sumar. Ég á nú ekki von á því að vera með nema í anda á hliðarlínunni en ég á nú örugglega eftir að mæta á eina og eina æfingu þegar nær dregur sumri. Er reyndar að fara spila á firmamóti um næstu helgi og þá getur verið að maður smitist aftur af fótboltabakteríunni.
Baráttukveðjur fyrir leikinn á morgun og ÁFRAM HAMAR!!!
Það er náttúrukega ekki spurnig um að þráinn verður með...annað er bara vitleysa
en hvað er málið með bakarann og hannes hvað er að frétta af þessum vitleysingum?? ég trúi nú ekki að bakarinn fari að æfa með Ægi..það er nú frekar slappt
Svo er ég nátturulega að gleyma vinsælast manni Ísafjarðar og Reyðarfjarðar honum Stebba okkar. Verður hann ekki örugglega með næsta sumar og svo er það annar sem að er algjört möst að hafa með. Hann Rabbi aka the lightning. hvenær kemur hann eiginlega heim. Svo væri mjög öflugt að fá Hákon til þess að vera með okkur og persónulega þætti mér virkilega gaman að sjá hann og Rabba saman á miðjunni.
ps sjáið þið hver er orðinn Gildur LIMUR....ekkert lítið grjón lengur
já það er gaman að heyra að margir ætla að vera í Hamar næsta sumar og ég ætla bara að vona að ykkur gangi sem allra best í sumar og þið hafið gaman að spila fótbolta ekki láta skemma það fyrir ykkur fótbolti er lífið....