Nú er komið að því, æfingar eru hafnar undir leiðsögn nýs þjálfara. Ég vill minna menn á að stunda æfingarnar af kappi og mæta vel og tímanlega. Ég perónulega vill ekki sjá eins hæfileikaríkan mannskap eins og við erum, starta tímabilinu hjá okkur þegar mótið er hálfnað. Þess vegna verða menn að mæta vel á æfingar og þar með talið í útihlaupin og lyftingarnar. Íslandsmótið er stutt og við megum bara ekki við því að "smella saman" um miðjan júlí. Nú er bara að starta keppnisskapinu og halda tempói í æfingum, því einungis með æfingu kemst maður í form. Ég vill einnig hvetja Hamarsmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu til að koma sér saman um stað sem þeir geta hittst á og hlaupið saman.
ALLIR AÐ MÆTA Á ÆFINGU Í LAUGARDALNUM, ÞRIÐJUDAGINN 18.JANÚAR KL:20:30.
HVAR ERU MENNIRNIR SEM HAFA BEÐIÐ EFTIR ÆFINGUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU??????
Í gær þriðjudaginn 18.jan. mættu 11 manns + Kiddi þjálfari á fyrstu æfinguna okkar í Laugardalnum. 10 af þessum 11 komu keyrandi úr Hveragerði og var Stefán strandvörður eini höfuðborgarbúinn sem sá sér fært að mæta.... Jæja drengir, what are you made of? Doughnuts? Maður saknaði ýmissa snillinga, eins og Bjössman, Michelinman, Gummman, Boyfriendofabeautyqueenman, Hannesman og Markman. Nú er bara að mæta piltar, æfingin í gær var helvíti góð og verður vonandi betri næst þegar snillingarnir láta sjá sig... Stefán striplandi strandvörður fær prik í kladdan fyrir mætingu, ekkert æft nema glasalyftingar síðan í júlí á síðasta ári.
Ég lofa að mæta næst. ætlaði að mæta en Jónas bara nennti því ekki og ég var eitthvað busy við að bera sjónvörp og annað slíkt. en hvernig var annars mætingin? og hvernig er þjálfarinn annars.
Eru einhver ný andlit farin að mæta? eða eru selfoss og ægir að hirða alla strákana?
Hvernig er það er ekki hægt að banna súkkulaði drenginn frá því að mæta á æfingar . ég meina hvað getur svona gert súkklaðistelpa gert fyrir okkur? nema þá látið okkur spila annan hvern leik einum manni færri.
ps nei nei ég er nú bara að gera grín í sigga því hann á eftir að koma til okkar í sumar... vonandi. En hvað þurfum við að gera við Sigga Gísla þegar við höfum Sigga Gústa.