Jæja piltar, eða bræður. Nú hefjast æfingar á fullu undir stjórn nýráðins þjálfara, Kristins Guðmundssonar.
Æfingatímar verða sem hér segir:
Mánudagar; Laugasport í Hveragerði, kl:18:45. Byrjað á útihlaupi og síðan styrkjandi æfingar í tækjasal. Slökun í heita pottinum á eftir.
Þriðjudagar; Gerfigrasið í Laugardal, kl:20:30. Hitað upp og síðan æfing á grasinu til kl:22:00.
Fimmtudagar; Laugasport í Hveragerði, kl:18:45. Byrjað á útihlaupi og síðan styrkjandi æfingar í tækjasal. Slökun í heita pottinum á eftir.
Laugardagur/sunnudagur; Þegar ekki eru leikir í gangi, þá eru menn skyldaðir til að hlaupa úti og taka vel á því í tækjasal Laugasports. Þessi æfing er skylda, en menn hafa frjálst val hvenær um helgina þeir gera hana.
Rétt er að minna leikmenn á að tekið verður upp örlítið "æfingagjald" sem er einungis til að standa straum af kostnaði við tímana í Laugasporti. Upphæðin er ekki nema 5000 íslenzkar krónur, og hafa menn þá rétt á afnotum allra tækja í Laugasporti út febrúar mánuð.
Dæmi: Fjöldi æfinga í Laugasporti út febrúar eru 19, deilt í 5000 = 263 kr. pr.tíma.
Eins og menn sjá, þá er þetta glæsilegt tilboð og ég er viss um að litlir aurar sem þessir ættu ekki að hafa mikil áhrif á pingju manna.
Suma daga, þegar veður er hagstætt, fara mánudags og fimmtudags æfingar fram á sparkvellinum í Hveragerði. En Kiddi þjálfari mun láta menn vita af því í tíma.
Vill að lokum hvetja menn til að mæta á ALLAR æfingar, og þá sérstaklega ALLAR. Það á einnig og sérstaklega við um útihlaupin. Því að með góðri ástundun á "ekki eins skemmtilegu" æfingarnar, verður sumarið MIKLU skemmtilegra og auðveldara.
P.S. Hef heimildir fyrir því að verið sé að vinna að fjölgun á leikmannahópi Hamars, nánari fréttir þegar meiri upplýsingar lyggja fyrir.
Frekar gott mál að setja upp svona tímatöflu.. en ég er alltaf að reyna að draga Jónas Michellinmann með á æfingar í hveró en hann er bara ekkert að nenna því og þurfum við því að beita mann þrýstingi... jafnvel að leggja slóð af kleinuhringjum frá Rvk til hveragerðis