Þeir sem ætla í ferðina geta skráð sig hér. Ég veit að fyrirliðinn ætlar þrátt fyrir að vera að fara í próf á laugardagsmorgun, hann ætlar bara að renna í prófið og koma svo aftur. Ég kem, og ég vona að allir ætli sér að koma og nýta þetta frábæra tækifæri til að spila fótbolta og hafa það gott þess á milli heila helgi.
Ég mæti að sjálfsögðu og hlakka til að skola niður grillkjötinu. Verð samt að benda á að það er engin sérstök áætlun um niðurskolunina. Eru það ekki örugglega mistök?