en það er bæði búið að negla tímann fyrir sunnudaginn og svo verða einnig njósnarar á okkar vegum að kanna mótherja okkar fyrir sumarið á laugardaginn.
Mótherjar okkar á sunnudaginn verða kynntir fljótlega.
Já ég styð þessar hugmyndir og hvet stjórnina eindregið til að endurskoða hugmyndir sínar varðandi æfingaleiki um næstu helgi og reyna að færa hann frá sunnudegi yfir á laugardag. Jah eða bara föstudag.
Sem meðlimur í stjórn hef ég ákveðið að síðasta bón verður tekin til athugunar og mun hún fara í gegnum formanninn á næstu stundum. Ég reikna með að hann taki vel í þetta.
Það tilkynnist hér með að þjöppumálaráðherra (Rabba) er veitt heimild til að skipuleggja þjöppu næstkomandi laugardag, 31. mars 2007.
Þjappan er þó bundin þeim annmörkum að hún má ekki byrja fyrir kl:19:00 og henni verður frestað ef menn hafa ekki hugan við verkefni liðsins fyrr um daginn (sjá annan póst).
Hafi þátttakendur sýnt af sér mikið hreysti, baráttu og almennan glæsileika í téðu verkefni mun (ríkis)stjórnin bjóða löglegum þegnum sínum upp á gamalt og gerjað vatn.