Nei, æfingunni verður ekki frestað vegna sjónvarpsgláps.
Þeir sem mæta ekki í kvöld vegna sjónvarpsgláps ættu að velta því fyrir sér hvort þeir séu í raun og veru að æfa til að ná árangri eða bara upp á djókið...
...annars eru þessi lið s.s. ekkert meiri drullulið en Man. Utd (nema þá kannski Liverfool).
Tja...sem púllari og áhugamaður um knattspyrnu almennt finnst mér að það mætti alveg hliðra þessari æfingu eitthvað. Seinka henni um hálftíma eða jafnvel hafa hana létta og taka þá betur á því á morgun. Svona leikir koma ekki það oft en æfingarnar gera það(erum ekki að tala um bara einhvern leik hér, ég mundi sennilega sleppa Liverpool leik gegn öllum öðrum). Oft er þetta vandamál sem kemur upp á Íslandi og ef þetta er ekki mikilvæg æfing eða leikur mætti alveg hliðra þessu eitthvað, ekki sleppa. Við erum jú í fóbolta því við höfum gaman að honum. (ekki misskilja þetta þannig að ég eða þeir sem vilja sjá þessi leiki mundum gera þetta í hverri viku). En jæja maður mætir samt í kvöld, vona að það geri allir.
ég mæti allavegana frekar en að horfa á Ba. Vs. liverfool
þar sem ég býst við betri knattspyrnu í spilinu eftir púúúúlið (meina hlaupin) hjá okkur, sérstaklega þegar siggi gú fer að sýna knatt tækni og björninn fer að rífa kjaft,
Smá samanburður: Ásgeir er betri knattspyrnumaður en Puyol, en þarf að fara að safna síðara hári til að verða pró.
Bjösi rauði og Peter Crouch tja þeir eru allavegana jafn góðir skallamenn.
Já ég gleymdi víst að segja að ég mæti seint......þarf að horfa á Rachel Ray..