Ég verð nú að viðurkenna það að Ástralinn Lucas Neil hækkaði mjög í áliti hjá mér þegar að hann ákvað að ganga til liða við Eggið og félaga í West Ham. Þarna forðaði hann Rafa B frá því að gera enn ein lélegu kaupin á leikmönnu og þá sérstaklega á varnarmönnum. tek menn eins og Pellegrino sem var hjá okkur um árið og Paletta, Jan Kromkamp,. Einnig hafa menn eins og Bolo Zenden og Penant ekki verið að vekja sérstaka hrifningu hjá mér. Eins er ég ekki hrifinn af því þegar miðlungs framherjar eru keyptir til klúbbsins, sbr Peter Crouch. Það eitt að svona leikmaður skuli vera að skora annað veifið hugsið ykkur þá hvað alvöru striker myndi vera að raða þessum mörkum inn
Þetta er bara raunsæ ákvörðun. Hann sér bara að það er enginn metnaður í Liverpool en einmitt mikill metnaður hjá West-Ham og ekki líður á löngu þangað til þessi lið skipta um sæti