nú er sísonið að klárast og aðeins einn leikur eftir gegn erkifjendum okkar í Ægi. Þann leik ætlum við auðvitað að sigra og sýna nágrönnum okkar hvaða lið er "stóri bróðir" vestan Ölfusár.
Eftir leikinn á laugardaginn ætlum við allir að hittast í leikfélagshúsinu (við hliðina á Eden) og halda veglega grillveislu okkur til heiðurs, veislan er fyrir alla skráða Hamarsmenn og velunnara þeirra.
Að sjálfsögðu eru allar veitingar, fjótandi jafnt og aðrar, algjörlega í boði stjórnar meistaraflokksins. Yfirmatreiðslumeistari veislunar er mesti grillkokkur heimsins norðan Alpafjalla, sjálfur Lárus Ingi Friðfinnsson meðlimur í félagi flottustu og fallegustu kokka Íslands (FFFKÍ).
Þar sem að leikurinn er settur á kl:14:00 gerum við ráð fyrir því að veislan geti hafist um kl:17:00 og stendur hún eins lengi og menn..... tjah, standa........ eða fara á menningarnótt.
Eins og fyrr segir, ALLIR Hamarsmenn í grillveislu á laugardaginn kl:17:00 þar sem ALLT er on da hás.