Ó nei elsku kallinn minn, þetta er ekkert að renna út í Þorlákshafnarsandinn.
Bygginga- og verkfræðiteimi Hamars er þessa stundina að vinna í styrkingu stoðana sem munu bera framtíðarveldi knattspyrnuliðs Hamars.
Hönnunardeildin er að vinna í teikningum að veldinu og eru línur nokkuð skýrar þar en þó þarf að útfæra nokkur smáatriði, líklega verður myndin að veldinu í stöðugri endurskoðun og nýrra hugmynda aflað allan þann tíma sem vekið tekur. Því er erfitt að negla niður fastmótaða teikningu eins og staðan er í dag, it´s a work in constant progress.
Heildar tímaáætlun Hamar group hefur staðist algjörlega þrátt fyrir örlitla seinkun síðustu vikur en það skýrist á þeim ótrúlega hraða sem náðist á öðrum ársfjórðungi og veitti okkur því dágott forskot á áætlanir.
Í dag hefur Hamar group skilað meiri árangri heldur en nokkurn tíman áður í sögu félagsins þrátt fyrir að 3 umferðum sé enn ólokið. Stjórnendur og starfsmenn Hamars í samvinnu við velunnara félagsins vinna hörðum höndum að þróun og eflingu innra starf félagsins fyrir útrásina sem félagið vinnur að.
Síðustu greiningarskýrslur hafa gefið Hamri group byr undir báða vængi og styrkja trú stjórnenda félagsins á þá vinnu sem hefur verið unnin síðustu mánuði og ár og sérstaklega á þá stefnu og framtíðarmarkmið sem félagið setur sér.
Það má því sannarlega segja að framtíðin sé björt hjá Hamri, allt tal um kreppu og sand renning er algjör tímaskekkja og líklegt að slíkar sögur séu runnar undan rifjum andstæðinga okkar sem horfa með öfundaraugum á þá vinnu sem unnin er hér í félaginu og þá framtíðarmöguleika sem blasa við okkur.