Á laugardaginn förum við í bláa lónið, svo í keilu, því næst á Reykjavík Pizza company, eftir það röltum við heim til mín á Snorrabraut 34 sem er á næsta horni og svo þegar ég er búinn að sýna ykkur verðlaunagripasafnið mitt röltum við á Hlemm og segjum hver öðrum skrýtlur. Bara klassískt eina sem skiptir máli er að allir mæti annars þjappast bara hluti af hópnum og þeir sem mæta ekki fara að baknaga hina og þeir sem mæta tuða út af þeim sem ekki mæta. Það væri reyndar ágæt ef að alla vega einn mæti ekki svo við hinir höfum eitthvað til að tala um.
Við tökum allavega einn bílaleigubíl sem er tólf manna og það kostar, samkvæmt óstaðfestum heimildum, c.a. þússara á mann. Ég keyri bíl eitt en ef við verðum fleiri en tólf vantar annan bílstjóra. Ég pikka þá menn upp annað hvort í Hvg eða í bæinn en við leggjum af stað einhverntíman rétt eftir hádegi á laugardaginn.
Það verður svo að sjálfsögðu keppni á hverjum stað sem stoppað verður á og vegleg verðaun í boði.
Ég þarf að fá að vita NÚNA hverjir ætla með þannig að þeir sem ætla með segja æ.