Vil byrja á því að óska ykkur/okkur til hamingju með sigurinn í gær... Það var frábært að sjá liðið spila í gær.
Boltinn er að ganga mun betur en maður hefur séð hjá Hamri og liðið er að klára færin sín. Alger snilld.
En með HM... hverjir verða meistarar?? (Lesist, hverjir verða í öðru?, því brassarnir taka þetta.)
Hver verður markahæstur? Ég spái því að Luca Toni hjá Ítölum verði markahæstur. Þeir spila með hann einann frammi nánast alltaf... og hann er rosaleg markamaskína.
Svo mega menn alveg láta fylgja með hverjum menn halda með. Held með Ítalíu(bara), Serbíu(því ég á fullt af vinum þar, og Serbía er snilldar land) og Portúgal (því ég verð í Portúgal í viku á meðan HM stendur.)
Já þetta var fínn leikur í heildina hjá Hamarsmönnum þrátt fyrir töluvert andleysi fyrri hluta síðari hálfleiks, við verðum bara að passa okkur að hleypa ekki andstæðingnum svona inn í leikinn eftir að hafa sýnt svona líka glimrandi framistöðu í fyrri hálfleik.
Það er ekki annað hægt en að halda með léttleikandi liði Mafíunnar, því set ég þá í annað sætið. Annars verða Brassarnir heimsmeistarar, fótboltans vegna... viljum ekki annann Grikklands skandal.
1. Brasilía 2. Ítalía ... Dómari úrslitaleiksins verður kynnir upphitunar- og skemmtikvelda Brasilíu. Hann dæmir leikinn eins og álfur út úr hól, Brasilíu í hag.
Ég er skíthræddur um að Argentínumennirnir taki þetta enda hef ég heyrt að þeir ætli að lauma kókaín-bræðrunum, Maradonna og Caniggia, inn bakdyramegin
Danirnir eru náttúrulega löngu búnir að klúðra sínum málum þar sem þeir eru búnir að reka tattúveraða trukkinn, Töfting úr landsliðinu.
Ekki viss um englendingana, samt góðs viti að þeir stilla upp liði núna með markmann sem er ekki kominn á fimmtugsaldurinn eða þá sem verra er, vantsgreidda tíkó-dúkku með hormottu sem getur ekki hoppað uppí slá og fær á sig mörk úr aukaspyrnum frá miðju.
Annars gæti þýska stálið komið á óvart en þeir væru sterkari ef þeir hefðu Brehme-kvikindið í vinstri bak, dúndrandi tuðrunni í tíma og ótíma... væri samt gaman að sjá one-on-one leik með Stuart Pearce og Drésa Brehme á lítil mörk, helst á möl... þá værum við að tala um blóðuga baráttu af gamla skólanum!!!