Bjössi! Angelina Jolie er kjelling og þótt hún gangi með svona gleraugu, sem fara henni bara ágætlega, þýðir það ekki að svoleiðis fari þér vel (þótt þú sért bölvuð kjelling líka)
Undirrituðum þótti ballið takast alveg ljómandi vel, 400-450 manns og því ánægjulega skemmtileg vinna fjármálastjórans kl:04:00 í nótt.
Eitthvað var blaðamaður eins af vikulegu fréttablöðunum hér á Suðurlandi að furða sig á því hví þetta væri auglýst sem stærsta ball ársins og gaf það í skyn að svo yrði nú ekki....
En hjá meistaraflokknum er starfandi frábær markaðs- og auglýsingadeild sem skipulagði auglýsingaherferðina fyrir ballið og er greinilegt að fyrirsögn herferðarinnar "Stærsta ball ársins" hafi hitt naglann algjörlega á höfuðið. Stærsta ball ársins varð staðreynd og stemningin hjá ballgestum frábær. Hjómsveitin orðaði það svo að sjaldan eða aldrei hefði verið jafn gaman að spila á Suðurlandinu, þá hrósaði hljómsveitin einnig gestum kvöldsins fyrir óvðjafnanlega framkomu og dansigleði.
Undirritaður, fyrir hönd Hamar Group, þakkar mannauðardeild fyrir frábæra skipulagningu eftirlitsmanna á dansiballinu, söludeild fyrir vinnu sem skilaði 35% söluaukningu frá áætluðum söluspám og að sjálfsögðu öryggisdeild fyrir að halda ró og spekt meðal gesta.
Stjórn Hamar Group þakkar starfsmönnum og hluthöfum fyrir óeigingjarnt starf og vonar að komandi verk muni reynast félaginu eins hagsæl og ánægjuleg.