Jæja þar sem Hjörtur er greinilega búinn að týna blaðinu sem hann krotaði niður helstu punkta leiksins þá verð ég að skrifa smá lýsingu á leiknum.
Við ætluðum að byrja leikinn á því að liggja aðeins aftur fyrstu 20 min og sjá hvernig Bolvíkingarnir mynsu setja upp sinn leik. Sú áætlun dugði fyrstu 2 mínúturnar og eftir það vorum við orðnir ákafir í að skora. Sigurður Grísli fyrsta markið eftir um 20 min leik með bylmings skoti sem utarlega vinstra megin í teignum og boltinn stein lá alveg út við stöngina fjær. Glæsilegt mark hjá Sigga. Verst var að línuvörðurinn dæmdi hann réttilega rangstæðann. Stuttu síðar átti Hákon góða sendingu af kantinum hægra meginn yfir á fjærstöng þar sem Binni kom og sett boltann örugglega í markið. rétt áður en áður en að flautað var til hálfleiks fékk undirritaður dauðafæri eftir skot Helga Guðna en mér tókst ekki að nýta það færi og hef ég mér það til afsökunar að það stefndi á mig digurlega vaxinn markvörður á ógnarhraða þannig að það besta í stöðunni var að loka augunum.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað og var Sigurður Gísli heppinn að haldast inni á vellinum eftir grófa tæklingu á minnsta mann Bolvíkinga. eftir þettaq vorum við meira með boltann og stjórnuðum leiknum. Hins vegar náðum við ekki að bæta við mörkum fyrr en á 83 mínútu og aftur var það Binni sem kom aðsvífandi á fjærstöngina og lagði boltann í netið. Áður en þetta gerðist höfðum við skorað tvö mörk sem dæmd voru af vegna rangstöðu og að auki átti Helgi Guðna sláarskot. Á 87 mín gaf Helgi stungu sendingu inn á Sigurð Gísla sem kláraði færið vel og sendi boltann í fjærhornið framhjá markmanni Bolvíkinga og staðan orðin 3-0. Á síðustu mínútu leiksins náðu B.víkingarnir að minnka muninn í 3-1. En þeir hefðu hæglega getað verið búnir að skora fyrr í leiknum þegar einn leikmanna þeirra skaut hátt yfir fyrir framan autt markið.
Þegar litið er á leikinn í heild sinni getum við verið nokkuð sáttir við okkar leik þó svo að við hefðum mátt skora fleiri lögleg mörk og skapa okkur fleiri færi.
Persónulega fannst mér gaman að sjá hversu vel kjúklingarnir komu út úr þessu. Þar á ég við þá Helga Guðna og svo Egill sem kom inn í vinstri bakvörðinn og stóð sig með stakri prýði. Einnig greip Simmi lánsmaðurinn okkar vel inní þegar á þurfti.