Það væri nú ekki sæmt fyrir aðdáendur Hamars sem eru víðsvegar um hnöttin að einhver myndi nú skrifa smá lýsingu á leikjum liðsins. Mörk, hverjir skoruðu, og allar brjáluðu tæklingarnar sem ég veit að þið farið allir í.
Þið getið líka bara sent mér lýsingarnar, ég skal setja þær inn ef það er málið! Allavega væri gaman að fá að fylgjast með svo að maður viti hversu góðu formi maður þarf að vera þegar maður kemur heim
Sælar Hvernig er lífið þarna í útlandinu??? Ég geri fastlega ráð fyrir því að þið stundið æfingar af kappi, líkt og þið myndur gera ef þið væruð staddi hérlendis. Annars þarf náttúrulega ekkert að vera að skrifa lýsingar á þessum leikjum þar sem þeir eru nánast allir sýndir beint í helstu löndum Evrópu. Nú ef þið missið af beinu útsendingunum þá kemur ávallt út DVD tveim dögum eftir leikinn þar sem leikurinn er sýndur í heild sinni, farið er yfir leikkerfi,bestu tilþrifin sýnd og viðtöl við leikmenn hægt er að nálgast þessar DVD upptökur á netsíðunni www.inyouredreams.com
Jæja í dag fór fram æfingarleikur milli Hamars og F.C. Kuma á Framvellinum. Haffi var í markinu. Í vörninni voru Árni, Steini og Björn Aron. Fyrir framan þá voru Rafn, Helgi og Hákon. Binni og Hannes sáu um kantana. Frammi voru svo Sigurður Gísli og Kristmar. Varabekkurinn var afar fámennur að þessu sinni og vermdu hann aðeins Sigurður Gústafsson og Þórir. Skemmst er frá því að segja að leikurinn fór 2-2 og við lékum alls ekki vel og vonandi langt undir getu. Hefðu leikmenn F.C. Kuma getað stolið sigrinum undir lokin. Markaskorarar dagsins voru Kristmar og Binni.
Ljóst er að leikmenn verða að taka sig verulega á og mæta á æfingar og sérstaklega undirritaður, því of seint er í rassinn gripið þegar kúkurinn er kominn í buxurnar