Jæja, nú styttist í fyrsta leik í Íslandsmóti og ég vona að menn séu tilbúnir í þetta. Fyrst er leikurinn á morgun við Ægi, við verðum að ná stigi þar og helst öllum þremur. Verst að geta ekki verið með og stríða þessum Hamarsmönnum sem beygðu til hægri í stað vinstri á hringtorginu. Ég býst við að koma aftur eftir um tvær vikur því ég vil jafna mig vel í öklanum áður.
Hvenær förum við svo að æfa á grasi? Er einhver grasbali sem við getum æft á til þess að hlífa völlunum?
Ég sá á heimasíðu KSÍ að Jónas Guðnason á eftir að taka út einn leik í banni, gamlar sindir frá fyrra ári Er þetta tekið út í fyrsta leik í Íslandsmóti?