Hrikalega er gamli kallinn að láta okkur púla á æfingunum, hef ekki trú á öðru en að menn verði komnir í rosa form á nó tæm. Og það er líka heví gaman að að taka svona á, reyndar er maður ekki fær í annað eftir átökin en að liggja uppí rúmi með tærnar uppí loftið. Hlakka til að mæta á æfinguna í kvöld og vona að sem flestir mæti. Á laugardaginn er síðan leikur við Sindra í deildabikarnum og verður hópurinn valinn á fimmtudagsæfingunni, á sunnudaginn verður síðan spilað við Árborg í vormótinu og eru allir boðaðir í þann leik.
Já auðvitað höndlum við það, menn verða að taka bara vel á...... Síðan fá þeir sem ekki spila eða spila ekki mikið á laugardeginum tækifæri á sunnudeginum.
Sælir strákar, því miður verðum við að fresta fyrirhugaðri æfingu í kvöld vegna snjóþygsla á vellinum. Næsta æfing og jafnframt síðasta æfing fyrir leikina um helgina verður þá á fimmtudaginn. OG ÞAÐ ER SKYLDUMÆTING Á FIMMTUDAGSÆFINGUNA!!!
bestum árangri er náð þegar próflesturinn er vel skipulagður. Einnig skiptir máli að fá góða hvíld, Hreyfingu og að borða næringarríka og holla fæðu ásamt því að vera jákvæður og bjartsýnn.
þetta er tekið upp úr fréttablaðinu á síðu 2 í aukablaðinu sem heitir Nám. Nú er ekki lengur hægt að sleppa æfingu af því að maður þarf að læra.
Bara að minna ykkur á æfinguna mánudaginn 9. maí. Það eru tvær vikur í mót og við verðum að fara að ná öllum hópnum saman. Skyldumæting....og tvöföld skyldumæting á ungu pungana