Þetta var nú bara ekki svo slæmt Fyrstu 20 mín... þá fannst mér Ýmismenn vera aðeins meira með boltann en aftur á móti voru þið að fá færin. Kalli með slárskotið og svo Jón með stangarskotið. Færin sem þið fenguð komu nokkuð óvænt að mínu mati... allt í einu small boltinn í slánni hjá Kalla og eins með stangarskotið. Fannst vanta aðeins upp á það að miðjumennirnir væru að opna svæðið meira og þar af leiðandi skapa pláss inn á vellinum. Spilið var mikið þannig að það komu háir boltar fram á Hannes og Jón frá vörninni og svo var reynt að vinna annan boltann. Fannst ekki mikil færsla á boltanum. En menn voru að berjast og þar má nefna Ásgeir inn á miðjunni, var mikið að tækla og sá maður á honum að hann vildi eiga alla 50%-50% boltana. Stebbi fannst mér eiga alveg fína leik í vörninni og var áberandi bestur þar að mínu mati. En maður fyrrihálfeiksins var enginn annar en Karl Valur Guðmundsson kom hann bara stöðugt á óvart.. með mikilli baráttur, fínum sendingum og hættulegum hlaupum inn fyrir vörnina hef ég bara aldrei séð Kalla í svona góðu formi og fannst mér hann bara standa sig best í fyrrihálfleik. Fannst stundum vanta aðeins uppá að miðjumenn væriu fljótari að bjóða sig þegar Hannes og Jón voru að fá boltann þarna farmmi
Strákar... endilega byrja að tala meira saman... þá verður þetta MIKIÐ auðveldara :biggrin
Ég er sammála því að Stebbi hafi verið besti maður varnarinnar, hann hirti flesta bolta sem komu og þá sérstaklega háu boltanna. Það vantaði sem fyrr flæði í spilið hjá okkur. Við náum ekki en að halda boltanum nægilega lengi innan liðsins. Þegar við náum því kemur sóknarleikurinn í kjölfarið. Það má kannski kenna því um að hópurinn er enn í myndun og menn að prófa nýjar stöður og annað. T.d. eins og ég á miðjunni, ég var hálf viltur og var ekki að finna svæðin sem ég átti að vera á til þess að færa boltann, en það hlýtur að teljast eðlilegt þar sem ég hef nú ekki oft spilað þessa stöðu. En að mínu mati er ótal margt jákvætt hjá okkur og margt sem hefur og er að lagast til muna. Mörkin sem þeir skoruðu voru MJÖG ódýr, þrjú eftir eitthvað klafs og tvö eftir hornspyrnur, sem var hreinlega útaf lélegri dekkningu. Það er hlutur sem mér finnst að þurfi að laga, því menn eru alltaf með augun á boltanum og spá oft á tíðum lítið í öðrum mönnum. Eins og ef andstæðingarnir eru uppí horni þá rjúka allir þangað og ætla að bjarga málunum í stað þess að halda sínum svæðum og mönnum. Einnig það að vera mættir í bakið á andstæðingunum, vera komnir í manninn þegar hann tekur fyrstu snertingu, vera á hreifingu þótt boltinn sé ekki nálægt. Það er nefninlega oft þannig að menn standa bara og horfa, svo kemur boltinn þá rjúka menn af stað og eru þá yfirleitt of seinir, í stað þess að vera alltaf á tánum, vera á hreifingu þá er maður alltaf sneggri í boltan og oftar á réttum stað. Þetta eru alls ekki skot á neina einstaka leikmenn heldur eru þetta atriði sem mér finnst að þurfi að laga. Þá meina ég hjá heildinni allri og kannski sérstaklega hjá sjálfum mér.
Það var margt jákvætt í þessum leik. Ef við berum saman fyrstu leikina okkar og þennan þá erum við á góðri siglingu í rétta átt. Ég er sammála því sem á undan hefur komið varðandi föstu leikatriðin, dekkningar og slíkt, þetta eigum við að geta lagað. Rétt hjá Ásgeiri að við eigum að vera komnir í mennina þegar þeir fá boltan og þetta er eitthvað sem ég ætla að laga hjá mér og margir aðrir þurfa líka að gera. Mér fannst líka vanta í þessum leik að miðjan væri nógu gröð að bjóða sig og fá boltan stundum frá vörninni en það er hugsanlega vegna þess að menn eru að prófa nýjar stöður eins og Ásgeir benti á. Það er þó eitt sem mér finnst að við allir getum lagað en það er að fara 100% í boltann, keyra í þetta og þá á þetta klapps allt að vera úr sögunni, vantar kannski smá ákveðni. En við höfum einn og hálfan mánuð til þess að stilla okkur af fyrir Íslandsmótið og nóg af leikjum framundan. Ég verð að segja að ég hlakka mjög til þess að spila næstu leiki og í sumar.
Við gáfum þeim mörk og það einstaklega ódýrt. Annars var þetta ágæt....
Ég vona bara að ég geti beitt mér almennilega í næsta leik svo aumingja stebbi þurfi ekki að vera að tína upp eftir mig ruslið út um allan völl og hirða allt hrósið í staðinn.....
Óheppni og misskilningur mun minnka þegar menn verða komnir í form og þegar við erum farnir að spila á sama kjarna er alveg sannfærður um það. Er einstaklega ánægður með það að við skulum vera byrjaðir að spila alvöru leiki nú þegar, mér leiðist æfingaleikir og róteringarnar sem þeim fylgja. Núna förum við að spila 90 mínútur á sama kjarna og þá fer þetta fyrst að slípast almenninlega saman.
Veit einhver hvort að það verður leikur á þriðjudaginn við Árborg??? Þeir segja það alla vega Árborgarar!
Já það má laga ýmsa hluti í okkar leik, en ég sé líka að við höfum tekið miklum framförum frá því að við byrjuðum í vetur. Það þarf að auka talandann milli manna í liðinu og hlaup án bolta, bjóða sig og mæta í hjálpina. Ég sé að við erum á réttri leið með liðið og það er enn einn og hálfur mánuður í alvöruna, þá ættum við að vera að smella í rétta formið (þ.e.a.s. ef menn halda áfram á þessari braut). Við verðum líka að átta okkur á því að það er ekkert gott að toppa of snemma fyrir Íslandsmótið, mörg lið hafa farið illa út úr því. Nú þurfum við að ná stöðugleika í liðið og þá kemur þetta allt saman.
P.S.
Leikurinn við Árborg verður ekki á þriðjudaginn, Kiddi vill spila Inghólsbikarinn um helgar og nýta virku dagana til æfinga.
Sælir drengir... Þið áttuð von á mér í þennan leik en því miður sá ég mér ekki fært að koma vegna skorts á ökutækjum!!! En ef áhugi er fyrir því að fá mig í næsta leik þá er ég meira en til í að athuga það!!! Gott væri einnig gott að fá að vita mætingu á völlinn með fyrirvara!!!
Auðvitað er áhugi að fá alla sem vetlingi geta valdið inn í þetta. Um að gera að vera bara í bandi við Kidda, Hjört og mig um æfingar og annað. Það væri fínt að fá þig á eina æfingu í viku og leiki en það er að sjálfsögðu vitað að það geti verið erfitt fyrir þig. Það er alla vega gott að vita að viljinn sé fyrir hendi og svo vinnum við bara útfrá því þegar leikir eru.
He he! Ég vissi ekki til þess að Sýn menn hafi keypt sjónvarpsréttinn, þarf að tékka hvort að þeir séu búnir að leggja inn á okkur
Já það er rétt að það er soldið erfitt fyrir mig að komast á milli aðallega vegna skorts á fjármagni..... Spurning um að bíða eftir samning frá Hamri sem er fyrir bensínpening á milli.... Aldrey að vita nema ég gæti dregið einhverja ferska stráka með mér á æfingar... En annars er það nánast eini möguleikinn fyrir mig að komast eitthvað er um helgar þannig að það verður bara að nægja í bili.
ja ef að Sýnar menn væru að sýna frá leikjum með okkur þá væri það ekki í fyrsta skiptið sem að það gerist. Er það enn í fersku minni þegar sýnt var í fyrra frá leik okkar gegn Hrunamönnum og endursýnt var í sífellu gríðarlega fallegt mark okkar.. versta að ég skildi ekki ná að sjá þetta mark og enn verra að geta ekki tekið þetta upp.
En samt sem áður þá var mikil framför frá þessum leik og öðrum leikjum á þessu tímabili.
Gaman að geta þess að ég hitti dómara leiksins í dag og sagði hann mér að þessi úrslit hefðu ekki gefið rétta mynda af gangi leiksins.