Ég vil segja að þessi leikur var skemmtilegur að spila... ég sem bakvörður hef sjaldan fengið eins mikið af boltum til þess að moða úr en í þessum leik...Mér fannst samvinna mín og Hannesar til fyrirmyndar... hann er eini kantmaðurinn sem hefur dottið til baka þegar ég fer í overlap-ið... Góður Hannes. Svo eru menn eins og Rabbi að koma sterkir inn...
Við fengum líka fullt af færum... sem er gott.
Ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum er einföld... þessi djöf..mistök... Menn verða að fara að passa sig betur...Veit ekki hvort það hefði verið hugsunin um þjöppuna sem fékk menn til þess að missa einbeitinguna...
..Svo þetta með markmanninn er eitthvað sem við vitum allir um...
Já, þessi mörk sem þeir skoruðu voru nú bara á verði mjólkurfernu í Bónus.. Það er rétt að við erum að skapa okkur færi sem við verðum að fara nýta.. Það er stutt í fyrsta alvöru leikinn okkar og það er vonandi að menn átti sig á því strax og fari að setja hausinn í þetta verkefni og ákveði sig hvað þeir ætla að gera í sumar. Vonandi koma aftur 20+ æfingu eins og hefur gerst allavega 2svar síðan ég byrjaði að mæta.. Það er nóg af strákum hérna til að spila bolta, þurfum bara að fara virkja þá á æfingar og það strax..
Þetta er náttúrulega spurning um að menn skoði eigin frammistöðu og spái í því sem þeir þurfa að laga fyrir sig og heildina. Ég persónulega er að reyna finna eitthvað sem ég þarf ekki að laga
Í kjölfar þessa leiks þá hef ég formlega ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Vill ég vinsamlegast biðja menn að taka hanskana af mér og brenna þá á staðnum asnist ég til þess að taka þá fram að nýju.
Já, það er laukrétt að menn þurfa fyrst og fremst að líta í eigin barm og vinna út frá því.. Þetta var bara ekki þinn dagur Ásgeir og það getur alltaf komið fyrir að menn eigi einn og einn slakan leik, ert búnað standa þig ágætlega í hinum leikjunum. Ég er fyrstur mann til að viðurkenna að ég er ekki búnað vera spila vel og veit alveg hvað ég þarf að gera til að bæta það. Fyrst og fremst verð ég að létta mig til að ég geti eitthvað hlaupið og svo vantar mig allt touch á boltann sem virðist hafa gufað upp á þessu 1 1/2 ári sem ég var ekki í bolta. En ég ætla að vera duglegur að hlaupa og æfa mig í fríinu og stefni á að vera byrjunarliðsmaður í sumar.
Jú, það er náttúrulega líka vel inni í myndinni en samt ekkert aðal markmið, alveg nokkrir sem ég treysti vel til að bera neongula Captain bandið í sumar. En ég skorast ekki undan ef ég verð beðinn um það.
Ætla ekki allir að mæta á morgun? Ágæt mæting í kvöld úr Hveragerði..