Sammála Condoleezu.. þetta er sniðugur leikur sem hleypir lífi í síðuna okkar Þetta svar þýðir að ég er aftur kominn yfir er það ekki? Og svo svarar þú Grjóni:"Jú!" og þá erum við aftur jafnir.. mér finnst þetta magnað!
... svo bíður þetta upp á það að menn plotti saman um að setjast við tölvuna um nótt og bulla bara um eitthvað... menn geta myndað flokka til að koma einhverjum út af kortinu... og ýmislegt...
Svo endurtek ég orð mín.... sá sem tekur ekki áskorun er Ægismaður...
Ég tilkynni hér með að ég tek þessari áskorun og legg til leikreglur fyrir keppnina.
1. Hver póstur verður að innihalda að lágmarki 30 orð.
2. Hver póstur verður að innihalda rökræna framsetningu (ekki bara endurtekningar).
3. Hver sá sem nær flestum færslum fyrir kl:22:00 daginn fyrir fyrsta leik í deildinni telst vera sigurvegari.
4. Þátttökugjald er í formi 6 eininga af vel bragðandi drykk sem fæst einungis á sérvöldum bensínstöðvum.
5. Til að taka þátt, verða menn að hafa skrifað undir 55 pósta frá og með deginum í dag 18. mars 2005.
6. Sigurvegari SKAL bjóða öðrum þáttakendum sem skila inn þátttökugjaldi að njóta verlaunana með sér, því að þetta er leikur höfðingja og allt annað er í virðingarþrepi fiskfars.
ég sem verðandi lögfræðingur get alls ekki fallist á þessar tillögur þínar... Reglur eru heftandi.. ert þú ekki frjálshyggjumaðurinn??? Mér sýnist sem þessar pælingar þínar séu heldur útópískar...
þú hlýtur að vita það að eftir því sem reglurnar verði fleiri þá geta þær valdið meiri deilum... höldum þessu alveg opnu... en ég er til í að leggja eitthvað.
En tillögur mínar við tillögum þínum eru þessar...
1) skal felld út með öllu, rök fyrir því eru þau að 30 orð eru mjög mikið, ég get commentað á eitthvað jafnvel með einu orði og meint miklu meira en að segja það með 30 orðum...
2)Sammála henni í grunninn... sumir sem pósta pósta bara bulli... en ég virði það við Kraftahúsið að hann hefur alltaf haft eitthvað til málanna að leggja...en ég held að við þurfum ekki svona reglu. Svo hefur það sýnt sig að þegar menn hafi byrjað á saklausu topici þá hafa menn leyst vanda heimsin... þessi regla er of víðtæk...
3) ég var að vonast til þess að þessi keppni myndi aldrei enda... ég get fallist á þess dagsetningu... með því skilyrði að einungis sé um að ræða það að tímabilið klárist þarna... við eigum ekki að hætta að pósta þó við séum byrjaðir að spila...
4) Gott mál... ég get alltaf fallist á svona reglu...
5) 55 pósta???... núna ertu vonandi að grínast... þarna ertu að fella sjálfan þig úr keppni...
6) regla 6 er sjálfsögð.. það sjálfsögð að það þarf ekki að nefna hana...
að lokum ef fallist verður á einhverjar af þessum tillögum... hver á þá að hafa eftirlit með því að eftir þeim verði farið???
Reglur eru heftandi...en ég er diplómatískur maður í eðli mínu... þannig að ég er alltaf til í að fallast á einhverja niðurstöðu...
1) Ég vil spila eftir þínum reglum Rice. Ég er að fara í tveggja vikna fæðingarorlof og er nettengdur hérna heima þannig að ég get alveg dundað mér við það allan daginn að finna uppá einhverju misskemmtilegu og fræðandi fótboltatengdu efni með ágætlega rökrænni framsetningu ef það er það sem þarf til að vera með flesta pósta á leikdag. Aldrei þessu vant fór ég í þessa keppni meira uppá grín en alvöru og hef haft gaman af henni.
5) Þú misskildir Hjört þegar hann sagði undir 55 póstum örugglega haldið að hann væri að meina meira en 45.
En ef að þið ákveðið að fara eftir leikreglunum hans Hjartar þá skorast ég ekki undan.
Engin keppni er það mikið grín að maður á ekki að leggja sig 100% fram í hana...
5) Nei ég misskildi lið 5 ekki... Hjörtur sagði: ,,Til að taka þátt, verða menn að hafa skrifað undir 55 pósta frá og með deginum í dag 18. mars 2005." Hann sagði skrifað undir... þegar ég skrifa undir eitthvað er það til þess að sanna að það sé frá mér... samanber orðatiltækið ég skrifaði undir samninginn við Hamar...Þannig skildi ég þetta... Þetta urði kölluð skýring IN Natura eða skýring samkvæmt orðanna hljóðan í lögfræðinni... Þetta var eina leiðin sem ég skyldi þetta... aldrei þessu vant var ég ekki að miskilja þetta viljandi.
En þetta undirstrikar orð mín að reglur eru til þess að rífast um... höfum keppnina sem opnasta, reglur eru frá Þorlákshöfn (lesist helvíti).
Ég held nú bara samt að þú sért að misskilja.. hann var að meina minna en 55 pósta eða þannig skildi ég þetta, undir/yfir, meira/minna, en kannski er ég bara að misskilja..
Mig langar aðeins að svara lögfæðingi liðsins varðandi hugmynd mína að leikreglum í keppninni.
FRJÁLSHYGGJUMAÐUR????
Ég vill einmitt meina að reglur séu nauðsinlegar í öllum keppnum og/eða leikjum. Það þurfa þó auðvitað allir sem taka þátt í leiknum/keppninni að vera sáttir við þær. Reglur eru ekki til að flækja hlutina, s.b. að reglur eru viðhafðar í öllu því sem maðurinn tekur sér fyrir hendur t.d. í fótbolta og í lúdó...
Ég ætla mér ekki að vera neitt afskiptasamur varðandi hvað þú leggur nám á, en ef þetta er virkilega þín skoðun þá held ég að lögfæðin sé ekki rétti vettvangurinn fyrir þig (þetta segi ég án þess að hafa kynnt mér nám eða námsefni lögfræðinema).
En ég get vissulega fallist á sum rök þín varðandi hugmyndina að reglunum sem ég setti fram, enda voru þær settar fram til að menn gætu komið með athugasemdir við þær.
1) Hver póstur verður að innihalda að lágmarki 30 orð.
-Upphaflega ætlaði ég að hafa það 50 orð, en eftir að hafa hugsað betur út í þetta á er ég sammála því að hún skuli þurrkuð út.-
2) Hver póstur verður að innihalda rökræna framstningu (ekki bara endurtekningar).
-Sammála, hún er of víðtæk, burt með hana líka.-
3) Hver sem nær flestum færslum fyrir kl:22:00. daginn fyrir fyrsta leik í deildinni telst sigurvegari.
-Í öllum keppnum verður að hafa tímamörk, ef þetta á þá að vera keppni. Við höldum auðvitað áfram að pósta og getum þess vegna startað annari keppni eftir að þessari er lokið.-
4) Þáttökugjald er í formi 6 eininga af vel bragðandi drykk sem fæst einungis á sérvöldum bensínstöðvum.
-Ekkert við þetta að athuga.-
5) Til að taka þátt, verða menn að hafa skrifað undir 55 pósta frá og með 18. mars 2005.
-Þetta er svo að við séum sem næst hvor öðrum í póstafjölda þegar keppnin hefst-
N.B. Ég skrifa/set fram póst, en ég skrifa ekki undir póst. Ég skrifa undir samninga og þess háttar skjöl.
6) Sigurvegari SKAL bjóða öðrum þátttakendum sem skila inn þátttökugjaldi að njóta verlaunana með sér, því þetta er leikur höfðingja og allt annað er í virðingaþrepi fiskfars.
-Samþykkt.-
Að lokum vill ég benda á að það er teljari fyrir hvern einstalking sem setur inn póst og þar er einnig hægt að sjá klukkan hvað pósturinn kom inn, því er það mjög einfalt að sjá hvernig staðan er hverju sinni og hver úrslitin verða. Síðan er það í verkahring sigurvegarans að ákveða í samráði við hina þátttakendurna hvenær sigurhátíðin skal haldin.
Reglur þurfa ekki að vera heftandi, einungis reglur sem aftra fólki í að haga sínu lífi eins og það vill (svo fremur sem það sé ekki að gera eitthvað á hlut annara) eru heftandi.
Ég samþykki nýju reglurnar og er byrjaður að spila eftir þeim..
Ég lít svo á að Ég, Rafn, Hjörtur og Grjóni séum alvöru naglar að taka þátt í svona taugatrekkjandi og ofur-erfiðri keppni sem reynir jafnt á líkamlegt atgervi okkar sem andlegt og eigum við skilið klapp á bakið fyrir það.
jæja ég veit nú ekki hvort ég vilji vera að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og er ástæðan einföld. Mér finnst frekar gott að vera loksins GILDUR LIMUR og vil helst vera það þar til að ég verð orðinn eldgamall með krumpða lítið grjón
Hins vegar skal ðég með glöðu geði taka þátt í að borga verðlaunin. Sérstalklega þar sem að vinnerinn ætlar að deila vinningnum með okkur greiðendunum