Jæja mig langar að skrifa nokkur orð um þennan leik í gær. Við mættum með 13 manna hóp og þar af 8 leikmenn sem spiluðu daginn áður. Við spiluðum við fríska Gróttustráka sem voru allir í betra formi en við. Í byrjunarliðinu hjá okkur voru tveir strákar sem eru á fyrsta ári í 2. flokk og þeir skiluðu sínu hlutverki ágætlega en skortir ennþá reynsluna(eins og okkur flesta). Haffi spilaði sinn fyrsta heila leik fyrir meistaraflokk og mér fannst hann vaxandi í leiknum, átti fínan seinni hálfleik. Ég, Stebbi og Hjörtur sem tókum miðjuna þurfum augljóslega að koma okkur í betra form sem kemur með betri æfingasókn. Ásgeir og Jónas eru fínir þarna aftast en mér finnst eins og þeir þurfi að ná betur til hvors annars(kannski væri ráð að láta varnarmennina vinna meira markvisst saman á æfingum osfr.). Mér finnst að tveir öftustu menn þurfi að geta lesið hvorn annan alveg 100%. Annars fannst mér Jónas mjög drífandi í gær. Siggi Gísli var sprækur þarna frammi en hafði kannski ekki úr miklu að moða(ég skil samt ekki af hverju hann var að hoppa fyrir skotið mitt og bjarga fyrir þá????) . Ég er á því að þegar við erum allir komnir í form og með okkar besta mannskap, getum við sett fullt af mörkum á svona lið og ættum ekki að eiga í vandræðum með þá. Þeir voru hreinlega bara alltaf skrefinu á undan okkur, höfðu gaman að því að spila og LANGAÐI að vinna leikinn. Auk þess settum við Jens Lehman egóista í markið þarna aftast, og ég held að hann hafi fengið nokkur hjörtu inni á vellinum til að taka aukaslag. Annað sem mig langar að setja út á: það var æfingaleikur og það mættu bara 13... síðan hvenær eru menn ekki ólmir í að spila leik? Af hverju vilja menn ekki mæta og spila æfingaleik? og ég hvet ykkur sem komist ekki í leiki og á æfingar að láta vita....þá getur þjálfarinn undirbúið sig og við gætum kannski aðeins fengið það meira á hreint hvað við eigum að gera inni á vellinum.
Ef þið hafið eitthvað um þetta að segja eða viljið bæta við, endilega látið það flakka og svo vil ég sjá a.m.k. 30 manns á æfingu á þriðjudag.
Ég vil byrja á því að segja að ég var ekki boðaður í leikinn enda var ég ekki í ástandi til að spila því ég tók helvíti vel á því á árshátíðinni en það var líka seinasta fylleríið í bili og núna verður allt sett á fullt til að koma sér í form.
Ég er fyrstur manna til að viðurkenna að það er fátt leiðinlegra en að hlaupa sig í form en við verðum bara að hugsa það þannig að það er MIKLU MIKLU skárra heldur en að tapa öllum leikjunum í sumar því við vorum í svo lélegu formi!!
Við megum heldur ekki einblína á úrslitin í æfingaleikjunum því þeir eru eins og nafnið gefur til kynna æfing og þeir hjálpa mikið til við að koma okkur í form. Ég er ekki að segja það að við eigum ekki að reyna vinna æfingaleikina heldur að við megum ekki gefast upp þótt að það gangi ekki sem best þessa dagana. Ég er ánægður með það að mér heyrist menn bara vera ákveðnari en áður að taka á því og ekki uppgjafartónn í neinum. Við vitum það allir hvað það breytist mikið þegar menn geta farið að hreyfa sig án bolta og hlaupa í eyður og slíkt sem að maður getur ekki gert þegar maður er ekki í formi.
Nú setjum við bara markið hátt fyrir ÍR leikinn og komum dýrvitlausir og einbeittir í hann og þá getur allt gerst!!
Um Gróttu leikinn... þá vil ég nefna það að við vorum mun betri fram á við í þessum leik en í fyrri Gróttuleiknum... Fengum fannst mér alveg helling af færum sem með örlítilli heppni hefðu mörg hver talið. Þannig að mér finnst margt jákvætt vera að gerast hjá liðinu.
ég verð að segja ykkur að mig dreymdi þennann leik í nótt, en núna fór hann 7-1 fyrir okkur... ég skoraði 6 mörk... Alltaf eitthvað rugl sem manni dreymir.
En ég er sammála Rabba að nú er kominn tími á það að það mæti um 30 manns á æfingu.
Ég er ekki að reyna að vera neikvæður en mér finnst það hundleiðinlegt allavega þegar maður er að byrja og er í engu formi en ég geri það samt því mig langar að vinna í sumar!
Ég er líka ánægður með að við séum að spila svona marga æfingaleiki því það er skemmtilegast að spila sig í form og auðvitað hlaupa þar fyrir utan.
Eru menn ekki farnir að hugsa um leikinn á morgun og setja sig í baráttu gír!!?? Við látum þá hafa soldið fyrir þessu!
Sammála þér Þráinn, það er algert hell að rífa sig í það að koma sér í form... ég hélt í alvöru að ég myndi drepast eftir fyrstu æfinginuna sem ég mætti á í vetur... en er allur að koma til...
ég legg hér með til að við sem erum í bænum myndi líka skokk hóp til að skokka milli æfinga og leikja.... Það er auðveldara að rífa sig upp þegar maður er hluti af hópi og enn betra er ef hægt er að innleiða samkeppniselementið inn í það.
Þegar tók að hausta síðasta ár var ég ákveðinn í að koma mér í form svo ég gæti spilað fótbolta á fullum krafti í sumar. Af virtum sérfræðingum á heilbrigðissviðinu var mér ráðlagt að gera mér ekki allt of miklar vonir með þá drauma í ljósi þess sem ég hef þurft að þola síðustu 2 ár. Það kom síðan á daginn að mínar vonir voru frekar fjarstæðukenndar og ég virðist víst þurfa að sætta mig við það að vera 15 mínútna maður í sumar (konan mín kallar mig það líka). Ég vil minna ykkur á póst sem ég skrifaði fyrr í vetur varðandi mætingu á æfingar, þar var ég hreinlega að skora á ykkur að slá mig út úr liðinu því það ætti ekki að vera mikið mál (held ég hafi skrifað:,,þið látið ekki löggiltan aumingja eins og mig slá ykkur út úr liðinu"). Gerið það fyrir mig strákar, sláið mig út úr liðinu og drífið ykkur í form, ég skal síðan skipta við ykkur þegar eru 15 mínútur eftir. Það eru allir vegir færir fyrir ykkur ef viljinn er til staðar.
Ég lofa að gera mitt besta til að spila sem flestar mínútur í sumar.. Það er langt síðan ég hef verið í formi til að spila 90 mín á því tempói sem ég vil spila á, þótt að maður hafi þrjóskast í gegnum nokkra slíka.. Eins og staðan er í dag er ég fullur tilhlökkunar fyrir sumarið og að springa úr áhuga. Félagsskapurinn spilar þar stóran þátt og ég vona(og trúi) að mórallinn verði góður og við höfum gaman af þessu og löndum nokkrum góðum sigrum í sumar.
Vonast til að sjá sem flesta á æfingu í kvöld!!
Kveðja, Þráinn
Ps. Hjörtur helvíti er það gott að vera kallaður 15 mín maðurinn af konunni, konan mín kallar mig 10 sekúndna kallinn!!
og mér líst vel á að hafa skokkhóp hjá okkur hveragerðisstrákunum, það rífur menn frekar af stað heldur en að ætla að fara alltaf einn. Spáum í þessu í kvöld.
Alltaf finnst mér jafnt gaman ad lesa tessar færslur hjá ykkur alltaf jafnt ánægdir med ykkar leik trátt fyrir ad tid tapid med 2-6-14 marka mun. Tad er alveg rétt ad menn turfa ad líta á björtu hlidarnar á hverjum leik og reyna ad vinna út frá teim en tad má ekki gleyma ad ef lidid fær á sig 7 mörk tá er eitthvad sem er ekki í lagi og turfa menn líka ad vinna úr tví. Lesa tad sem Grjóni segir um Gróttu leikinn er nottla algjör snilld og tetta minnir mig nú bara á tad tegar Hamar gerdi frægdarferd í Breidholtid og spiladi tar á móti Leikni og vid vorum undir 8-0 í hálfleik og tá kemur Gudmundur Jónsson inn í klefann og segir tessi ord; ,,strákar tetta er bara óheppni vid erum búnir ad vera miklu betri". og allir voru á sama máli og Gummi Tad er enginn ad segja mér tad ad tad sé bara ÚTHALDID sem gerir tad ad verkum ad tid séud ad tapa svona stórt, tad hlýtur bara ad vera eitthvad í sambandi vid samskipti leikmanna, leikmenn viti ekki hlutverk sitt á vellinum, hugsi adeins um sjálfan sig ekki ad hjálpa hinum og fleira! Eru tetta ekki hlutir sem tid turfid adeins ad fara ad spá í ? Ég sá líka á pistlinum hjá Rabba tar sem hann var ad stinga uppá ad láta t.d. midverdina vera ad vinna mikid saman á æfingum og svoleidis... tetta er nottla bara mjög gód hugmynd, en tad er oftast tannig ad tegar skorad eru mörk tá er tad ekki alltaf VÖRNIN sem er ad klikka heldur vill ég meina ad vandmálid byrji hjá FRAMHERJANUM, eins og tid vitid hefur framherji líka varnarskildu og hann á ad stýra tvi hvert boltinn fer... ef hann gerir tad vel tá á ad vera audveldara fyrir midjumennina ad éta upp boltann. En tad sem er enntá mikilvægara er ad midjumenn séu ad skila sínu hlutverki bædi varnarlega og sóknarlega! Og vill ég meina ad eitt af stærstu vandamálum Hamars sé midjumenn eru ekki mikid fyrir ad verjast! Ef ég væri Kiddi tá myndi ég fara ad hugsa adeins um tad hvernig tid erud ad spila saman... vegna tess ad tar liggur vandamálid :o) tad er ekki úthaldid heldur skilningur á leiknum !!!
Tetta er kannski eitthvad sem tid takid nærri ykkur og hugsid örugglega ad ég viti ekkert hvad ég sé ad tala um vegna tess ad ég hef ekki spilad leikina núna... en ég spiladi í fyrra og hittifyrra og hefur mig lengi langad til ad tala um tetta!!!!
kv. Gaui B.H
...ekki alveg búinn ad kára... tarf ad fara ad horfa á meistardeildina!!!!
Það er alveg eikkað til í því sem þú segir gaui en það verður líka að hafa það í huga að það er mikið af nýjum leikmönnum að koma inní þetta núna eins og til dæmis í leiknum á móti hvíta riddaranum þar sem ég vissi ekki einusinni hvaða nafn ég átti að kalla til að fá boltann nokkrum sinnum í leiknum.
Í sambandi við það að menn séu ekki að hjálpa hvorum öðrum og hugsi bara um sig vill ég meina að það sgir sig sjálft að þegar menn eru ekki í formi þá eiga þeir fullt í fangi með að berjast við hausinn á sér og keyra sig áfram. Þreyttur fótboltamaður er heimskur fótboltamaður sem tekur mikið af röngum ákvörðunum. Auðvitað er helvíti súrt að tapa og sérstaklega stórt en það þýðir ekkert að vera velta sérúppúr þessum æfingaleikjum endalaust heldur bara að reyna gera betur í næsta leik og til þess verðum við að gera okkar besta allan leikinn útí gegn og á æfingum. Svo verðum við að treysta á að þjálfarinn finni lausnir á því sem er ekki að ganga í leikjunum.
Svo er það náttla bara rugl að vandamálið byrji framherjanum því eins og allir vita á hann bara að hanga frammi og hefur enga varnarskyldu! Nei,bara grín!!
ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna að það vantar leikskilning hjá þessu liði, það er nú samt einn af þáttunum sem mér finnst hafa batnað hjá liðinu á þessu pre-seasoni... en grunnurinn af töpunum okkar hefur verið formið... Það er ekkert sem bendir til annars.
Með því að rífa sig í topp form kemur svo mikið meira. Grunninn er formið.. við þurfum að vinna í því fyrst og fremst.
En þú segir að orð mín um það að við séum að batna fram á við...sem er einn af þáttunum sem þjálfarinn nefndi á meðan leiknum stóð, sé svipað eins og þessi tilteknu orð Gumma, það er rugl. Menn voru sammála um það að þetta var einn af þáttunum sem voru og eru að batna... Það væri einmitt rugl að taka það ekki fram. Það er rétt hjá þér að ég tel að þú sért í einhverju rugli með þetta þar sem þú varst ekki á staðnum. En það er gott að ræða þetta.
Ég einmitt tel að leikmenn viti best sjálfir hvað þeir þurfa að bæta hjá sér. og að líkja þessu jákvæða commenti við þetta comment hjá Gumma er með það rosalegum ólíkindum að ég er enn að furða mig á því hvert þú ert að fara... Alllavega næ ég ekki tengingunni.
Ég er bara þannig að ég tel að jákvæð styrking sé betri til þess að ná árangri en neikvæð, þannig að ég tel ekki neitt vera rangt við þessi orð mín.
en mikið rosalega er ég sammála þessu:".....en tad er oftast tannig ad tegar skorad eru mörk tá er tad ekki alltaf VÖRNIN sem er ad klikka heldur vill ég meina ad vandmálid byrji hjá FRAMHERJANUM, eins og tid vitid hefur framherji líka varnarskildu og hann á ad stýra tvi hvert boltinn fer... ef hann gerir tad vel tá á ad vera audveldara fyrir midjumennina ad éta upp boltann. En tad sem er enntá mikilvægara er ad midjumenn séu ad skila sínu hlutverki bædi varnarlega og sóknarlega! Og vill ég meina ad eitt af stærstu vandamálum Hamars sé midjumenn eru ekki mikid fyrir ad verjast!"
Þetta er hárrétt og er atriði sem þarf að bæta... Þegar framherjarnir eru duglegir að berjast og verjast verður allt auðveldara fyrir alla og mun auðveldara að skipuleggja sig í vörninni... Þetta er eimitt atriði sem menn þurfa að ræða, og eimitt á þennann hátt sem þú ert að bjóða upp á, málefnalega umræðu þar sem engu er slegið undan.
ég er líka sammála því að spilið þarf að laga, þegar boltinn getur ekki gengið oftar en 4 5 sendingar tops þá þarf eitthvað mikið að laga.
En haltu þessu áfram Guðjón, við höfum allir gott af því að sjá hvað þér finnst.
Grjóni afsakadu... ég las tetta sem framan af veit ekki afhverju! En tad er svona madur getur stundum lesid vitlaust !!
En tegar ég spái adeins í tessu um ad verda betri framá vid.... tá kemur adeins eitt nafn upp í huga minn og tad er Jose Mourinho!!!
Ef vid hugsum adeins um tímabilid framan af hjá Chelsea tá voru teir ekki ad skora mörg mörk og teir voru heldur ekki ad skora mörg mörk... en aftur á móti voru teir ad fá á sig færri mörk heldur en teir skorudu. Í fyrstu 12 leikjunum skoru teir 2var sinnum 3 mörk, 3var sinnum 2 mörk, 5 sinnum 1 mark og 2var sinnum jafntefli 0-0. Á tessum tímabili skorudu teir 17 mörk en fengu á sig 2. Eftir tetta hefur markaskorun teirra farid jafnt og tétt vaxandi en varnaleikurinn hefur ekki farid versnandi. Tannig ad tetta segir okkur tad ef madur hefur góda vörn og markmann sem madur getur stólad á tá getur madur farid ad leyfa sér áhættusamari hluti í sókninni. Og tegar lid fær á sig mörg mörk í leik tá held ég ad tjálfarinn eigi ad leggja sóknaleikinn á hilluna í smá tíma og einbeita sér ad öllu sem snýr ad varnaleik og tar á ég vid um alla leikmennina á vellinum og skýra út fyrir teim hvada hlutverk teir eiga í varnaleiknum. Tegar tetta er komid á hreint og lidid er farid ad halda hreinu tá finnst mér tímabært ad fara ad byggja upp sóknarleikinn. Hvad er gaman ad vera sóknarmadur og skora kannski trennu tegar lidid tapar svo kannski 7-3 eda eitthvad tannig ?? Ég er ekki oft sammála honum Mourinho en ég held ad ég verdi bara ad dást ad tjálfunaradferdum og áhersluadferdum hans tví ef madur fær ekki á sig neitt mark tá verdur madur bara ad skora 1 til ad vinna... og í versta falli fær madur eitt stig ef madur nær ekki ad skora tví tá enda leikurinn 0-0
En madur á audvitad ad nefna tad sem er gott og audvitad á madur ad hrósa leikmönnum fyrir tad sem teir gera vel og einnig hrósa lidinu tegar tad er ad gera eitthvad gott En ég tek ekki mikid mark á tví tegar ég er ad tapa leikjum... tá hugsa ég helst bara; ,,gerdu tad tegid bara og leifdu mér ad vera í fýlu" hver nennir ad hlusta á einhver helvítis jákvæd ord tegar madur tapar ? ekki ég allavega!
En med úthaldid... audvitad er tad rétt ad úthaldid skiptir miklu máli... en tad er ekki adalvandamálid trátt fyrir ad tad sé audvita hluti af tví.
Kv. Gaui B.H
p.s. gaman væri ad sjá fleiri taka tátt í svona umrædum ég er mjög líklega ad koma heim tann 17 eda 18 mars tannig ad ég get komid og horft á leiki og sagt mínar skodanir
ég væri mikill hræsnari ef ég tæki ekki þessari afsökun...
guðjón....og spilað. Þegar þú kemur þá spilarðu með... ekkert rugl.
Ég er ósammála þér með það að það eigi að spara hólið þegar illa gengur... Það á einmitt að byggja á því sem vel er gert.. og það er að mínu viti nauðsynlegt að nefna það sem gert er vel.
og mér finnst mjög gaman að sjá að menn eru farnir að skoða Chel$ki í grunninn... fyrsti varnarmaður hjá þeim eru alltaf sóknarmennirnir og kantarnir... Duff og Robben sjá til þess að pressað sé stýft á bakverðirna og skapa alltaf vandræði... Það er besta leiðin... Leiðinlegt kannski fyrir þá, en nauðsynlegt.