Sá sem þetta skrifar er vel heitur og ekki í góðu skapi í fyrsta lagi út af því að við (Kjörís) töpuðum í leiknum um þriðja sætið fyrir gömlu köllunum á heilsuhælinu og í öðru lagi að mitt "ástkæra" félagslið Liverpool steinlá fyrir BIRMINGHAM 2-0 á sama tíma!!
En allavega vil ég óska mágum mínum og félögum þeirra til hamingju með sigurinn..
Þetta var nú bara nokkuð skemmtilegt fyrir utan þessa tvo tapleiki og ekki laust við að manni klæji doldið í lappirnar og láti kannski sjá sig á æfingu áður en langt um líður..
Sem formaður meistaraflokksráðs knattspyrnudeildar Hamars vill ég þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum við að gera þetta mót eins flott og skemmtilegt og það var. Þá er ég bæði að tala um þá sem stjórnuðu umgjörð mótsins jafnt og þeim sem reimuðu á sig skóna og spiluðu af innlifun fyrir heiður síns fyrirtækis. Ég vona svo sannarlega að þetta mót verði hér eftir að árlegum viðburði og er stefnt að því að 2. árlega jólamót Hamars verði næst haldið nær jólunum en nú. Kærar þakkir til ykkar allra fyrir frábært mót.
P.S.
Þráinn, við erum í riðli með nágrönnum okkar í Árborg og Ægir og það væri gaman að sjá kallinn taka vel á þeim líkt og var gert forðum daga.