Byrjunin á laginu minnir mig óneitanlega mikið á ákveðið lag með Sólstarandagæjunum sálugu, ...ég var að moka steypu....
Annars er þetta mjög grípandi lag og ekta stemmari.
Þó barst mér póstur sem hljóðar svona: Heil og sæl
Athygli mín var vakin á texta við baráttulag Hamars v/bikarleiks í körfu. Vægast sagt þá eru margir bæjarbúar hneikslaðir á þeim texta sem fyrir okkur er borinn. Í honum segir eitthvað á þá leið að ef þær Aldís og Ragnheiður bæjarstjórar Hveragerðis og Árborgar eru ekkert feik þá hljóti þær að fara í sleik. Ósköp er þetta nú aumur kveðskapur ef ekkert annað betra var hægt að nota.
Ég sé ekki annað í stöðunni en að við ....................... eigum að fara fram á það við forsvarsmenn körfunnar að þessi ósköp verði ekki spiluð í Höllinni nk. laugardag.
Ég held því miður Grjóni minn að lagið fái ekki að hljóma í eyrum stuðningsmanna í Höllinni á laugardaginn, þó heyrði ég að formaður H/S væri ánægður með lagið.... en sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Burt séð frá innihaldi textans þá fagna ég framtakinu og það er alltaf ánægjulegt að vita til þess að það er til fólk sem leggur það á sig að skapa skemmtilega umgjörð í kringum íþróttalíf Hveragerðinga, og Grjóni... þú er snillingur í því
Þess má til gamans geta að sem upptökustjóri hef ég þær heimildir að textanum hefur lítillega verið breytt til hins betra og verður tekinn upp í sinni nýju mynd eins fljótt og auðið er.
Því er aldrei að vita nema úr rætist lag sem hysjar ekki niður buxurnar af ákveðnum aðilum og allir geti notið þess að hlusta á lagið í góðum stemmara.
auðvitað er ýmislegt sótt til besta bands í heimi í þessu lagi.
Með viðbrögðin, þá hefði ég nú viljað fá þennann póst sjálfur persónulega. Ég hef bara eitt neikvætt svar fengið en tel mig nú samt greina nokkra óánægju. Við gerðum þetta (lélega) grín til þess að minna á leikinn. En ég get samt alveg sagt það að ég átti aldrei von á því að þetta yrði spilað í höllinni... enda er þetta ekki opinbert stuðningslag. Þetta lag hefði aldrei náð þangað... sama hversu gott lagið eða textinn hefði verið.
og meðan ég man... textinn er góður... í heild... bara þessi lína er algert fokk... og höfum ákveðið að taka hana út, og textinn er því svona:
"Áfram HS Í dag er stóri dagurinn Við ætlum nú að grafa inn Nafn okkar á bikarinn Nafn okkar á bikarinn! Stendur síðan nafn okkar Stendur síðan nafn okkar! HS manna til eilífðar
Viðlag: Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum HS, HS!, HS, HS! Vinnum þennann stórleik í dag Við erum stolt Suðurlands, Í lok leik dönsum sigurdans, Syngjum HS, HáStöfum Syngjum HS, HáStöfum! Nöfn þessara leikmanna Nöfn þessara leikmanna Syngjum inn í eilífðina Viðlag: Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum HS, HS!, HS, HS! Vinnum þennann stórleik í dag Millikafli: Sameinaðir stöndum vér, Sundraðir föllum vér, Höfum eftir Aldísi og Ragnheiði, Við vinnum þennann leik, Ef þær eru ekkert feik, Fagna þær og fá sér steik,Fá sér steik! Viðlag: Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum HS, HS!, HS, HS!
Vinnum þennann stórleik í dag"
Síðan sendum við út tilkynningu sem kemur vonandi fram sem fyrst.
Við í listahópnum 17. febrúar viljum koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Hópur ungs fólks ákváð 10. febrúar síðastliðinn að eitthvað þyrfti að gerast til þess að auglýsa bikarúrslitaleikinn sem fram fer næstkomandi laugardag.
Af því tilefni stofnuðum við listahópinn 17. febrúar og gerðum lag og texta til þess að minna á leikinn. Í textanum minnum við á stóran dag. Svo stóran dag að leikmenn Hamars/Selfoss geti gert sig ódauðlega, og félagið getur sett sig enn frekar á spjöld sögunnar, þegar sigur vinnst. Það er aðalatriði málsins.
Við settum lagið og textann fram af góðum hug einum. Margir hafa tekið vel í lagið og textann, en aðrir hafa lýst yfir mikilli hneykslan. Það var aldrei ætlun okkar að hneyksla neinn. Vegna þessara viðbragða er okkur skylt að breyta texta lagsins, textanum er breytt hér með.
Í þessum pósti fylgir lagið ásamt nýjum texta, sem vonandi allir geta sætt sig við. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Sundrung í hópnum var alls ekki ætlun okkar.
Sú umræða sem skapast hefur síðustu daga er hvorki félaginu né listahópnum til hagsbóta. Og við teljum að nokkur atriði verði að koma á hreint: 1) Listahópurinn 17. febrúar er sjálfstæður listahópur. 2) Lagið kemur þar með hvergi nálægt stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars/Selfoss 3) Lagið er því 100% á ábyrgð listahópsins.
Þeir aðilar sem finnst að, að sér hafi verið vegið, eða hafa orðið fyrir skaða vegna þessa, eru hér með beðnir innilegrar afsökunnar.
Að lokum viljum við minna á hið stóra aðalatriði málsins. Á laugardaginn fer fram stórleikur sem við ætlum að vinna. Við hvetjum því alla sem lesa þetta, til þess að mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn 17. febrúar klukkan 16:00. Mætum og styðjum HS til fyrsta sigursins í sögu félagsins.
Áfram HS!
F.h. listahópsins 17. febrúar, Sigurjón Sveinsson
P.s. ef einhver vill fá frekari upplýsingar, hafið þá samband við okkur í síma 695-3971 eða með tölvupósti á sus@hi.is
Textinn og gripin:
Áfram HS
C Í dag er stóri dagurinn Við ætlum nú að grafa inn Am Nafn okkar á bikarinn Nafn okkar á bikarinn! F Stendur síðan nafn okkar Stendur síðan nafn okkar! G HS manna til eilífðar
Viðlag: C Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Am Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Dm Við erum HS, HS!, HS, HS! G Vinnum þennann stórleik í dag
C Við erum stolt Suðurlands, Í lok leik dönsum sigurdans, Am Syngjum HS, HáStöfum Syngjum HS, HáStöfum! F Nöfn þessara leikmanna Nöfn þessara leikmanna G Syngjum inn í eilífðina
Viðlag: Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Við erum HS, HS!, HS, HS! Vinnum þennann stórleik í dag
Millikafli: F Sameinaðir stöndum vér, Sundraðir föllum vér, Höfum eftir Aldísi og C Ragnheiði, F Við vinnum þennann leik, Ef þær eru ekkert feik, Fagna þær og fá sér G steik, Fá sér A steik!
Viðlag: D Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! Bm Við erum Hamar, Hamar! Við erum Selfoss, Selfoss! G Við erum HS, HS!, HS, HS! A Vinnum þennann stórleik í dag